Fótbolti

Met Spánar verður jafnað

Steven Gerrard með Evrópumeistarabikarinn fyrir tveimur árum.
Steven Gerrard með Evrópumeistarabikarinn fyrir tveimur árum. nordic photos/getty

Annaðhvort Ítalía eða England mun jafna met Spánar yfir flesta Evrópumeistaratitla félagsliða þegar AC Milan og Liverpool mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í mánuðinum.

Félagslið frá Spáni hafa ellefu sinnum orðið Evrópumeistarar félagsliða eða sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu. Lið frá Englandi og Ítalíu hafa tíu sinnum náð þeim áfanga og því ljóst að annað hvort liðanna í Aþenu mun jafna met Spánar fyrir hönd síns lands.

Bæði lið eiga þó talsvert í land með að jafna met Real Madrid sem á flesta Evrópumeistaratitla allra félaga, níu talsins. Milan á næstflesta, alls sex, og Liverpool kemur næst með fimm titla.

Ajax og Bayern München hafa unnið alls fjórum sinnum en ekkert lið þrisvar. Aðeins lið frá sex löndum hafa orðið Evrópumeistarar oftar en einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×