Heilsa

Guðdómlegt góðgæti

Sælgætishátíðin mikla er hafin. Hvernig væri að gera sitt eigið holla súkkulaði?
Sælgætishátíðin mikla er hafin. Hvernig væri að gera sitt eigið holla súkkulaði?

Hér er einföld og fljótleg uppskrift að súkkulaði sem er ekki bara gott heldur beinlínis hollt.

Súkkulaði

1 bolli kaldpressuð kókosolía

½ bolli agave-síróp

1 bolli kakóduft (helst lífrænt)

Látið heitt vatn renna á kókosolíukrukkuna í smástund, svo að olían verði fljótandi og hellið henni síðan í skál. Hellið agave-sírópinu út í og hrærið saman. Sigtið síðan kakóduftið út í og hrærið öllu saman. Setjið hræruna í lítil klakabox eða önnur mót og stingið þeim inn í ísskáp.

Einnig er hægt að búa til súkkulaðiegg með því að smyrja blöndunni inn í páskaeggjamót. Þunnt lag er þá sett í einu í formin og þeim stungið inn í ísskáp/frysti á milli til að láta súkkulaðið storkna. Hægt er að setja út í blönduna vanillu, myntu, hnetur, rúsínur og hvað annað sem hugurinn girnist til að auka og bæta bragðið.

Kakóbaunirnar eru stundum kallaðar fæða guðanna því þær eru fullar af heilsusamlegum efnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.