Flestir eru ánægðir þótt víða bjáti á Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. apríl 2007 06:30 Ríkisstarfsmenn hlýða á ræðu fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir könnunina á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna lið í að koma á nauðsynlegum umbótum í starfsmannamálum. Margt jákvætt sagði hann hafa komið fram og um leið ýmislegt sem huga þurfi betur að. MYND/GVA Heilbrigðisstéttir eru plagaðar af óánægju með starfsumhverfi sitt, álag og launakjör. Sautján prósent ríkisstarfsmanna segjast hafa orðið fyrir einelti á vinnustað. Rétt rúmur fimmtungur segist vera ánægður með launin sín. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem kynnt var á morgunverðarfundi á Grand hótel Reykjavík fyrir helgi. Kannað var starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Ekki birtist þó í könnuninni eintómt svartnætti. Þrátt fyrir óánægju með launakjör er starfsánægja almennt mikil, stjórnendur hafa tekið upp bætta stjórnunarhætti og endurmenntun er bæði mikið notuð og mikils metin. Niðurstöðurnar, ásamt niðurstöðum sambærilegrar könnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana sem liggja fyrir í vor, verða svo lagðar til grundvallar í stöðumati og ákvörðunum um næstu skref hjá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þá fá stofnanirnar sjálfar þarna mynd af stöðu mála og geta gripið til viðeigandi aðgerða. Svipuð könnun fór fram árið 1998 og má sjá að víða hafa orðið framfarir þótt viðhorf starfsfólks hafi ef til vill ekki breyst ýkja mikið. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og ParX viðskiptaráðgjafar IBM. Könnunin var gerð í nóvember og desember síðastliðnum og að baki niðurstöðunum liggja svör tæplega 10 þúsund ríkisstarfsmanna sem starfa hjá 144 stofnunum ríkisins. Ljóst er því að verkið er bæði umsvifamikið og kostnaðarsamt og ljóst að ekki verður ráðist í könnun á borð við þessa á ári hverju. Skipulagning könnunarinnar miðar þó við að kannanir sem þessi verði endurtekin með nokkurra ára millibili, án þess þó að ákvörðun hafi verið tekin um það. Í niðurstöðunum er fjallað um stjórnun og stjórnunartengda þætti, mannauðsstjórnun ríkisstofnana og starfsaðstæður ríkisstarfsmanna. Fram kemur í könnuninni að viðhorf ríkisstarfsmanna til margra þátta í starfsumhverfinu hafa lítið breyst milli kannanna. Til dæmis á það við um afstöðu til stjórnunar, ráðninga, vinnuaðstöðu, vinnuálags, streitu og jafnvægis milli vinnu og einkalífs. Þá mælist svipuð starfsánægja, starfsandi og hollusta við vinnustað. Sums staðar má þó greina jákvæðari afstöðu. Þannig hefur hækkað hlutfall þeirra sem telja að upplýsingamiðlun innan stofnunar sinnar sé í góðu lagi. Eins eru nú fleiri á því að að næsti yfirmaður á vinnustað leiðbeini og gagnrýni á uppbyggjandi hátt og leiti til starfsmanna áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar, auk þess sem honum takist vel að leysa vandamál sem upp komi. Misjafnt er þó eftir stofnunum hver afstaða starfsmanna er til stjórnunar og starfsumhverfis, en vísbendingar eru um að jákvæð áhrif hafi á viðhorf starfsmanna ef stofnunin framfylgir aðferðum mannauðsstjórnunar. Afstaða starfsmanna til ráðninga er svipuð og árið 1998. Um 40 prósent eru sammála því að ávallt sé vandað til ráðninga starfsfólks hjá stofnuninni, en um 30 prósent segjast þekkja þess dæmi að á síðustu tveimur árum hafi verið ráðið í störf á öðrum forsendum en hæfni umsækjenda. Þetta hlutfall er hæst hjá æðstu stjórnsýslu, það er í ráðuneytum, þar sem 44 prósent þekktu dæmi um slíkt. Við kynningu á niðurstöðum könnunarinnar var talið sérlega jákvætt hversu margir starfsmenn höfðu varið tíma til sí- og endurmenntunar, eða um 80 prósent. Þá töldu flestir þeirra að færni þeirra hefði aukist í kjölfar námsins. Fleiri eru ánægðir með launin sín núna en árið 1998 þótt hlutfall þeirra sé enn ekki hátt, eða aðeins 21 prósent. „Afstaða til launa er breytileg eftir tegundum stofnana, menntun og kynferði. Þannig voru færri konur ánægðar með laun sín en karlar. Niðurstöður sýna að lítil fylgni er á milli starfsánægju og ánægju með laun,“ segir í niðurstöðum könnunarinnar. Starfsánægja er nefnilega nokkuð mikil og segjast átta af hverjum tíu ánægðir í starfi. Vinnuálag og streita virðist þó áberandi og mældist svipað og áður. Þá kom á óvart hversu margir sögðust hafa orðið fyrir einelti, en 17 prósent kváðust einhvern tímann hafa orðið fyrir því, þar af tíu prósent oftar en einu sinni. Eineltið er breytilegt milli einstakra stofnana og stofnanahópa, mest hjá löggæslustéttum 22 prósent, 20 prósent hjá öðrum mennta-, menningar- og fræðslustofnunum en framhalds- og háskólum og svo 18 prósent hjá heilbrigðisstéttum. Minnst er eineltið í æðstu stjórnsýslunni, 10 prósent. Ómar H. Kristmundsson, lektor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, sem er höfundur könnunarinnar segir mest koma á óvart hversu lítið viðhorf hafi í raun breyst milli kannana. „Þetta gæti hreinlega bent til þess að viðmið ríkisstarfsmanna hafi breyst, að fólk geri nú meiri kröfur, til dæmis til stjórnenda, upplýsingarmiðlunar og þess háttar hluta. Annað sem kom mér á óvart var hversu mikill breytileiki var í afstöðu starfsmanna frá einni stofnun til annarrar,“ segir Ómar. Hann telur breidd í svörum benda til þess að stjórnunarhættir eða eitthvað í starfsumhverfi fólks hafi mikil áhrif á þessi viðhorf. Ómar segir að í ljósi niðurstaðnanna sé full ástæða til að staldra við og skoða starfsaðstæður heilbrigðisstarfsmanna. „Fram kemur að afstaða þeirra, til dæmis til stjórnunar, er heldur neikvæðari en í öðrum stjórnanaflokkum. Vinnuálag er mikið og streita auk þess sem í þessum hópi er einna mest óánægja með laun. Allt eru þetta frekar neikvæðir þættir og stendur náttúrlega bara svart á hvítu það sem hefur verið vitað að starfsaðstæður heilbrigðisstarfsmanna eru erfiðar.“ Varðandi viðhorf starfsfólks til mannaráðninga segir Ómar ákveðna þætti koma á óvart. Hann bendir þó um leið á að ef til vill þurfi ekki að koma á óvart þótt oftar þekkist dæmi í æðstu stjórnsýslu um að ráðnir hafi verið starfsmenn á öðrum forsendum en faglegum. „Þar ræður náttúrlega nálægðin við stjórnmálamenn og í sjálfu sér eðlilegar skýringar á þessu.“ Um leið bætir hann því við að meiri kröfur séu gerðar til stjórnenda ríkisstofnana varðandi ráðningarferli. „Þeir þurfa að fylgja starfsmannalögum, stjórnsýslulögum og fleiri þáttum sem stjórnendur einkafyrirtækj þurfa ekki að gera.“ Í þessu ljósi segir hann hins vegar að jafnmikil reglusetning varðandi ráðningar myndi tryggja að alltaf væru málefnalegar forsendur að baki ráðningum. „En það virðist ekki vera,“ segir hann og bendir á að um leið og ríkisstofnanir hafi innleitt ýmsar nýjungar í mannauðsstjórnun bendi niðurstöður könnunarinnar til þess að helsti veikleikinn í starfsmannahaldi ríkisins séu mannaráðningarnar. „En auðvitað hef ég heldur ekki samanburðinn við einkageirann þarna og veit ekki hvernig hann myndi koma út. En leikreglurnar eru náttúrlega aðrar og fólk gerir ráð fyrir því að málefnalegar forsendur liggi alltaf að baki ráðningum hjá ríkinu. Ég hefði viljað sjá meiri breytingu frá 1998 varðandi tiltrú manna að alltaf væri staðið eðlilega að ráðningum,“ segir Ómar.Meðan 61 prósent þekkti engin dæmi um að ráðið væri í störf á öðrum forsendum en hæfni árið 1998 hafði það hlutfall einungis hækkað í 68 prósent í lok síðasta árs. Dr. Ómar H. Kristmundsson Ómar, sem er lektor við Háskóla Íslands, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar, sem fram fór meðal tíu þúsund ríkisstarfsmanna á starfsumhverfi þeirra fyrir áramót, á fundi um miðja síðustu viku. Markaðurinn/GVAVarðandi einelti segir Ómar þær tölur mjög háar og ljóst að þar vakni spurningar sem þurfi að svara. Hins vegar er þarna ekki til samanburður milli kannana því árið 1998 var ekki spurt um einelti. Sautján prósent sögðust einhvern tímann hafa lent í slíku og tíu prósent oftar en einu sinni. Ekki var gefinn upp neinn tímarammi. Varðandi kynferðislega áreitni höfðu hlutir lítið breyst, tæp fimm prósent höfðu lent í slíku, tæp tvö prósent einu sinni og svipaður fjöldi oftar en einu sinni. Árið 1998 höfðu 1,7 prósent lent í slíku áreiti einu sinni og 2,4 prósent oftar. Mest var tíðni eineltis meðal starfsmanna sýslumanns- og lögregluembætta og fangelsa, 22 prósent. Hlutfall þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðislegu áreiti er hins vegar hæst meðal mennta-, menningar- og vísindastofnana annarra en framhalds- og háskóla, eða 6,7 prósent. Ekki var spurt nánar út í þessa hluti. „Einelti er hins vegar oftast bundið við vinnufélaga og ætti því ekki að vera um að ræða einelti viðskiptavina, þótt auðvitað megi hugsa sér að fangar séu með fangavörð í einelti, eða eitthvað slíkt. Þetta kallar hins vegar augljóslega á nánari athugun á einelti og kom mér verulega á óvart þessi niðurstaða.“ Ómar vinnur áfram með gögn rannsóknarinnar sem hann segir uppbyggða með það í huga að endurtaka leikinn eftir nokkur ár. Þannig var tekið mið af könnuninni frá því 1998 þegar samdar voru spurningar fyrir þessa könnun. Úttekt Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Heilbrigðisstéttir eru plagaðar af óánægju með starfsumhverfi sitt, álag og launakjör. Sautján prósent ríkisstarfsmanna segjast hafa orðið fyrir einelti á vinnustað. Rétt rúmur fimmtungur segist vera ánægður með launin sín. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem kynnt var á morgunverðarfundi á Grand hótel Reykjavík fyrir helgi. Kannað var starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Ekki birtist þó í könnuninni eintómt svartnætti. Þrátt fyrir óánægju með launakjör er starfsánægja almennt mikil, stjórnendur hafa tekið upp bætta stjórnunarhætti og endurmenntun er bæði mikið notuð og mikils metin. Niðurstöðurnar, ásamt niðurstöðum sambærilegrar könnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana sem liggja fyrir í vor, verða svo lagðar til grundvallar í stöðumati og ákvörðunum um næstu skref hjá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þá fá stofnanirnar sjálfar þarna mynd af stöðu mála og geta gripið til viðeigandi aðgerða. Svipuð könnun fór fram árið 1998 og má sjá að víða hafa orðið framfarir þótt viðhorf starfsfólks hafi ef til vill ekki breyst ýkja mikið. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og ParX viðskiptaráðgjafar IBM. Könnunin var gerð í nóvember og desember síðastliðnum og að baki niðurstöðunum liggja svör tæplega 10 þúsund ríkisstarfsmanna sem starfa hjá 144 stofnunum ríkisins. Ljóst er því að verkið er bæði umsvifamikið og kostnaðarsamt og ljóst að ekki verður ráðist í könnun á borð við þessa á ári hverju. Skipulagning könnunarinnar miðar þó við að kannanir sem þessi verði endurtekin með nokkurra ára millibili, án þess þó að ákvörðun hafi verið tekin um það. Í niðurstöðunum er fjallað um stjórnun og stjórnunartengda þætti, mannauðsstjórnun ríkisstofnana og starfsaðstæður ríkisstarfsmanna. Fram kemur í könnuninni að viðhorf ríkisstarfsmanna til margra þátta í starfsumhverfinu hafa lítið breyst milli kannanna. Til dæmis á það við um afstöðu til stjórnunar, ráðninga, vinnuaðstöðu, vinnuálags, streitu og jafnvægis milli vinnu og einkalífs. Þá mælist svipuð starfsánægja, starfsandi og hollusta við vinnustað. Sums staðar má þó greina jákvæðari afstöðu. Þannig hefur hækkað hlutfall þeirra sem telja að upplýsingamiðlun innan stofnunar sinnar sé í góðu lagi. Eins eru nú fleiri á því að að næsti yfirmaður á vinnustað leiðbeini og gagnrýni á uppbyggjandi hátt og leiti til starfsmanna áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar, auk þess sem honum takist vel að leysa vandamál sem upp komi. Misjafnt er þó eftir stofnunum hver afstaða starfsmanna er til stjórnunar og starfsumhverfis, en vísbendingar eru um að jákvæð áhrif hafi á viðhorf starfsmanna ef stofnunin framfylgir aðferðum mannauðsstjórnunar. Afstaða starfsmanna til ráðninga er svipuð og árið 1998. Um 40 prósent eru sammála því að ávallt sé vandað til ráðninga starfsfólks hjá stofnuninni, en um 30 prósent segjast þekkja þess dæmi að á síðustu tveimur árum hafi verið ráðið í störf á öðrum forsendum en hæfni umsækjenda. Þetta hlutfall er hæst hjá æðstu stjórnsýslu, það er í ráðuneytum, þar sem 44 prósent þekktu dæmi um slíkt. Við kynningu á niðurstöðum könnunarinnar var talið sérlega jákvætt hversu margir starfsmenn höfðu varið tíma til sí- og endurmenntunar, eða um 80 prósent. Þá töldu flestir þeirra að færni þeirra hefði aukist í kjölfar námsins. Fleiri eru ánægðir með launin sín núna en árið 1998 þótt hlutfall þeirra sé enn ekki hátt, eða aðeins 21 prósent. „Afstaða til launa er breytileg eftir tegundum stofnana, menntun og kynferði. Þannig voru færri konur ánægðar með laun sín en karlar. Niðurstöður sýna að lítil fylgni er á milli starfsánægju og ánægju með laun,“ segir í niðurstöðum könnunarinnar. Starfsánægja er nefnilega nokkuð mikil og segjast átta af hverjum tíu ánægðir í starfi. Vinnuálag og streita virðist þó áberandi og mældist svipað og áður. Þá kom á óvart hversu margir sögðust hafa orðið fyrir einelti, en 17 prósent kváðust einhvern tímann hafa orðið fyrir því, þar af tíu prósent oftar en einu sinni. Eineltið er breytilegt milli einstakra stofnana og stofnanahópa, mest hjá löggæslustéttum 22 prósent, 20 prósent hjá öðrum mennta-, menningar- og fræðslustofnunum en framhalds- og háskólum og svo 18 prósent hjá heilbrigðisstéttum. Minnst er eineltið í æðstu stjórnsýslunni, 10 prósent. Ómar H. Kristmundsson, lektor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, sem er höfundur könnunarinnar segir mest koma á óvart hversu lítið viðhorf hafi í raun breyst milli kannana. „Þetta gæti hreinlega bent til þess að viðmið ríkisstarfsmanna hafi breyst, að fólk geri nú meiri kröfur, til dæmis til stjórnenda, upplýsingarmiðlunar og þess háttar hluta. Annað sem kom mér á óvart var hversu mikill breytileiki var í afstöðu starfsmanna frá einni stofnun til annarrar,“ segir Ómar. Hann telur breidd í svörum benda til þess að stjórnunarhættir eða eitthvað í starfsumhverfi fólks hafi mikil áhrif á þessi viðhorf. Ómar segir að í ljósi niðurstaðnanna sé full ástæða til að staldra við og skoða starfsaðstæður heilbrigðisstarfsmanna. „Fram kemur að afstaða þeirra, til dæmis til stjórnunar, er heldur neikvæðari en í öðrum stjórnanaflokkum. Vinnuálag er mikið og streita auk þess sem í þessum hópi er einna mest óánægja með laun. Allt eru þetta frekar neikvæðir þættir og stendur náttúrlega bara svart á hvítu það sem hefur verið vitað að starfsaðstæður heilbrigðisstarfsmanna eru erfiðar.“ Varðandi viðhorf starfsfólks til mannaráðninga segir Ómar ákveðna þætti koma á óvart. Hann bendir þó um leið á að ef til vill þurfi ekki að koma á óvart þótt oftar þekkist dæmi í æðstu stjórnsýslu um að ráðnir hafi verið starfsmenn á öðrum forsendum en faglegum. „Þar ræður náttúrlega nálægðin við stjórnmálamenn og í sjálfu sér eðlilegar skýringar á þessu.“ Um leið bætir hann því við að meiri kröfur séu gerðar til stjórnenda ríkisstofnana varðandi ráðningarferli. „Þeir þurfa að fylgja starfsmannalögum, stjórnsýslulögum og fleiri þáttum sem stjórnendur einkafyrirtækj þurfa ekki að gera.“ Í þessu ljósi segir hann hins vegar að jafnmikil reglusetning varðandi ráðningar myndi tryggja að alltaf væru málefnalegar forsendur að baki ráðningum. „En það virðist ekki vera,“ segir hann og bendir á að um leið og ríkisstofnanir hafi innleitt ýmsar nýjungar í mannauðsstjórnun bendi niðurstöður könnunarinnar til þess að helsti veikleikinn í starfsmannahaldi ríkisins séu mannaráðningarnar. „En auðvitað hef ég heldur ekki samanburðinn við einkageirann þarna og veit ekki hvernig hann myndi koma út. En leikreglurnar eru náttúrlega aðrar og fólk gerir ráð fyrir því að málefnalegar forsendur liggi alltaf að baki ráðningum hjá ríkinu. Ég hefði viljað sjá meiri breytingu frá 1998 varðandi tiltrú manna að alltaf væri staðið eðlilega að ráðningum,“ segir Ómar.Meðan 61 prósent þekkti engin dæmi um að ráðið væri í störf á öðrum forsendum en hæfni árið 1998 hafði það hlutfall einungis hækkað í 68 prósent í lok síðasta árs. Dr. Ómar H. Kristmundsson Ómar, sem er lektor við Háskóla Íslands, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar, sem fram fór meðal tíu þúsund ríkisstarfsmanna á starfsumhverfi þeirra fyrir áramót, á fundi um miðja síðustu viku. Markaðurinn/GVAVarðandi einelti segir Ómar þær tölur mjög háar og ljóst að þar vakni spurningar sem þurfi að svara. Hins vegar er þarna ekki til samanburður milli kannana því árið 1998 var ekki spurt um einelti. Sautján prósent sögðust einhvern tímann hafa lent í slíku og tíu prósent oftar en einu sinni. Ekki var gefinn upp neinn tímarammi. Varðandi kynferðislega áreitni höfðu hlutir lítið breyst, tæp fimm prósent höfðu lent í slíku, tæp tvö prósent einu sinni og svipaður fjöldi oftar en einu sinni. Árið 1998 höfðu 1,7 prósent lent í slíku áreiti einu sinni og 2,4 prósent oftar. Mest var tíðni eineltis meðal starfsmanna sýslumanns- og lögregluembætta og fangelsa, 22 prósent. Hlutfall þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðislegu áreiti er hins vegar hæst meðal mennta-, menningar- og vísindastofnana annarra en framhalds- og háskóla, eða 6,7 prósent. Ekki var spurt nánar út í þessa hluti. „Einelti er hins vegar oftast bundið við vinnufélaga og ætti því ekki að vera um að ræða einelti viðskiptavina, þótt auðvitað megi hugsa sér að fangar séu með fangavörð í einelti, eða eitthvað slíkt. Þetta kallar hins vegar augljóslega á nánari athugun á einelti og kom mér verulega á óvart þessi niðurstaða.“ Ómar vinnur áfram með gögn rannsóknarinnar sem hann segir uppbyggða með það í huga að endurtaka leikinn eftir nokkur ár. Þannig var tekið mið af könnuninni frá því 1998 þegar samdar voru spurningar fyrir þessa könnun.
Úttekt Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira