Körfubolti

Nær Keflavík að jafna metin?

Keflavíkurstúlkur létu Ifeomu Okonkwo finna fyrir sér í síðasta leik og héldu henni í aðeins 8 stigum.
Keflavíkurstúlkur létu Ifeomu Okonkwo finna fyrir sér í síðasta leik og héldu henni í aðeins 8 stigum. MYND/Valli

Körfubolti Lokaúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna heldur áfram í Keflavík klukkan 16.15 í dag þegar Haukastúlkur fá aðra tilraun til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Haukaliðið var 2-0 yfir í einvíginu og 14 stigum yfir í þriðja leiknum þegar sex mínútur voru eftir. Ótrúleg endurkoma Keflavíkurstúlkna galopnaði hins vegar einvígið og sá til þess að það verður spilaður fjórði leikur í fyrsta sinn í fimm ár. Síðustu fjögur ár hafði úrslitaeinvígið alltaf endað 3-0.

Haukaliðið hafði ekki tapað heimaleik í 18 mánuði þegar Keflavík vann á Ásvöllum. Í dag getur Keflavíkurliðið séð til þess að Haukar tapi tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn síðan í mars 2005 eða í meira en tvö ár.

Vinni Keflavíkurliðið verður oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×