Golf

Tíu ár frá fyrsta sigri Tigers

Nick Faldo klæðir Tiger í græna jakkann fyrir tíu árum.
Nick Faldo klæðir Tiger í græna jakkann fyrir tíu árum. NordicPhotos/GettyImages

Fyrir tíu árum náði ungur maður að nafni Tiger Woods einhverjum merkilegasta árangri íþróttasögunnar. Hann vann sitt fyrsta stórmót þegar hann rúllaði upp Masters-mótinu. Þar með varð hann fyrsti þeldökki kylfingurinn til að vinna stórmót en einnig sá yngsti.

Þar að auki hafði enginn unnið með jafn miklum mun. Það var mál manna að með sigrinum hefði Tiger komið sér á kortið og breytt golfsögunni. Hann er nú rétt rúmlega þrítugur og hefur á þessum tíu árum fjórum sinnum fagnað sigri á Masters-mótinu.

„Það er eins og það sé óralangt síðan,“ sagði Woods um þennan merkilega áfanga. „Það er erfitt að trúa því að tíu ár séu liðin.“- esá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×