Sprotar leita viðskiptaengla í Reykjavík 28. mars 2007 04:30 Frá sprotaþingi seed forum í fyrra Bjørn Haugland frá fyrirtækinu Symphonical kynnir fyrirtæki sitt á Seed Forum í New York í Bandaríkjunum í fyrra. Mynd/K. Lee Sohn Seed Forum blæs til fjárfestaþings í fimmta sinn í Reykjavík á morgun. Á þinginu kynna sjö fulltrúar jafn margra sprotafyrirtækja starfsemi, vörur og vaxtarhorfur fyrir svokölluðum viðskiptaenglum, efnameiri einstaklingum sem hafa bolmagn til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum. Viðskiptaenglar hafa iðulega reynslu af fyrirtækjarekstri ýmiss konar og getur aðkoma þeirra því verið sprotafyrirtæki dýrmætt tækifæri sem er að stíga sín fyrstu skref. Fjárfestaþingið á morgun verður það fyrsta í röð 18 þinga í vor en á haustdögum verður þráðurinn tekinn upp að nýju með 21 þingi. Flest fyrirtækjanna eru frá Norðurlöndunum en í ljósi mikillar athygli sem Seed Forum hefur fengið víða um heim hafa sprotafyrirtæki frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Austur-Evrópu lýst yfir áhuga á því að bætast í hópinn. Þar af eru fjögur íslensk fyrirtæki sem munu leiða hesta sína saman við fjárfestana á morgun. Jón Helgi Egilsson, framkvæmdastjóri Seed Forum í Bandaríkjunum, segir fyrirtækin eiga það sammerkt að leita til fjárfesta til að hraða vexti þeirra. Flest eru fyrirtækin í smærri kantinum og mislangt á veg komin með vörur sínar. Sum þeirra eru reyndar þegar með vörur á markaði jafnt hér sem erlendis. Þau eigi það hins vegar flest sam-merkt að vera smá í sniðum, með fáa starfsmenn, suma í hlutastarfi, og þurfa að sinna ýmsum aukaverkefnum til að tryggja rekstrargrundvöll sinn. Þau geta því ekki einbeitt sér að stóra verkefninu. Til þess þurfa þau aukið fjármagn.„Speed forum“jón helgi egilsson Aðkoma viðskiptaengla í sprotafyrirtæki er dýrmætt skref, að sögn Jóns Helga, framkvæmdastjóra Seed Forum. Markaðurinn/GVAÞað er fjarri því auðunnið verk að komast að á fjárfestaþingi Seed Forum. Sprotafyrirtækin eiga það flest hver sammerkt að hafa fetað krókastigu í leit að fjármagni. En það er erfitt mál. „Þessi fyrirtæki eru of lítil svo bankar sjái hag sinn í því að fjárfesta í þeim. Þá eru þau of skammt á veg komin til að fjárfestingasjóðir á borð við Brú setji fjármagn í þau,“ segir Jón Helgi. Hann bendir á að fjárfestingasjóðirnir tilnefni þau sprotafyrirtæki sem þeim líst vel á en hafi ekki hlotið náð fyrir augum sjóðsins. Eftir nokkra síu eru fulltrúar frá nokkrum sprotafyrirtækjum síðan valdir til þátttöku á þinginu. En þar er ekki sagan öll því allir fulltrúar fyrirtækjanna fá þjálfun í því hvernig þeir eigi að kynna vörur sínar fyrir viðskiptaenglunum á mjög markvissan hátt.Jón segir þjálfunina af hinu góða enda nýti fulltrúar fyrirtækjanna tækifærið, kynnist hver öðrum og myndi tengsl við fulltrúa fyrirtækis í svipuðum geira. Að slíku tengslaneti sé gott að búa í framtíðinni, að hans sögn.Forsvarsmenn allra sprotafyrirtækjanna sem þátt taka í fjárfestaþinginu á morgun fengu ítarlega þjálfun fyrir kynningu sína í Osló í Noregi fyrir viku. Þetta er viðamikil þjálfun sem stóð frá þriðjudagsmorgni og langt fram á kvöld auk þess sem hálfum miðvikudeginum var varið í þjálfunina. Þjálfunin var ströng, ítarleg og mál manna að mjög fagmannlega hafi verið að verki staðið hvernig eigi að kynna fyrirtækin í mjög afmörkuðu og skýru máli. Var einum viðmælanda Markaðarins á orði að fremur ætti fjárfestingaþingið að heita „Speed Forum“ en Seed Forum og vísaði hann til þess að fulltrúi hvers fyrirtækis fyrir sig fær ekki nema sjö mínútur til að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir fjárfestum á morgun.leitað eftir mismiklu fjármagniÍslensku sprotafyrirtækin sem vinna að því að heilla viðskiptaenglana upp úr skónum á morgun eru af öllum stærðum og gerðum. Þar á meðal er eitt netfyrirtæki, annað í lyfjaþróun, það þriðja í heilbrigðisgeiranum en fjórða fyrirtækið selur afnotaleyfi á einkaleyfisvernduðum ferlum. Þá eru þrjú fyrirtæki frá Norðurlöndunum sem starfa á sviði upplýsingatækni og fjármála.Jón Helgi segir fyrirtækin sjö leita eftir misháu fjármagni til rekstursins. Allt fer það eftir starfsemi þeirra og næstu skrefum. „Þetta getur verið allt frá 30 milljónum króna upp í einn og hálfan milljarð,“ segir Jón Helgi og bætir við að fleiri en einn viðskiptaengill geti ákveðið að fjárfesta í hverju einstöku fyrirtæki fyrir sig.Jón segir að sprotafyrirtækin öll geti ekki átt von á að viðskiptaengill ákveði að leggja fjármagn til reksturs þeirra. „Við erum að sjá um það bil einn þriðja fyrirtækja loka samningum við fjárfesta í framhaldi af þingum sem þessum. Sumir gera það fljótlega eftir þingið en aðrir síðar. Það er engu að síður góður árangur,“ segir Jón Helgi og bætir því við að um 30 prósenta árangur sé mjög stórt hlutfall.Fjárfestaþing fyrir allaSkráning á fjárfestaþing Seed Forum hefst klukkan 8.30 í húsakynnum deCode í Vatnsmýrinni og er það öllum opið. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, setur það klukkan 9 en að því loknu munu fulltrúar allra fyrirtækja kynna sig stuttlega. Þar á eftir heldur Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, erindi. Sjálf kynning fyrirtækjanna hefst að því loknu og hefur hver fulltrúi sprotafyrirtækjanna sjö mínútur til umráða.Gert er ráð fyrir því að þinginu ljúki klukkan 11.30. Að loknum léttum hádegisverði mun deCode kynna starfsemi sína og framtíðarhorfur fyrir gestum og gefst þeim síðan kostur á að skoða húsnæðið. Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Seed Forum blæs til fjárfestaþings í fimmta sinn í Reykjavík á morgun. Á þinginu kynna sjö fulltrúar jafn margra sprotafyrirtækja starfsemi, vörur og vaxtarhorfur fyrir svokölluðum viðskiptaenglum, efnameiri einstaklingum sem hafa bolmagn til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum. Viðskiptaenglar hafa iðulega reynslu af fyrirtækjarekstri ýmiss konar og getur aðkoma þeirra því verið sprotafyrirtæki dýrmætt tækifæri sem er að stíga sín fyrstu skref. Fjárfestaþingið á morgun verður það fyrsta í röð 18 þinga í vor en á haustdögum verður þráðurinn tekinn upp að nýju með 21 þingi. Flest fyrirtækjanna eru frá Norðurlöndunum en í ljósi mikillar athygli sem Seed Forum hefur fengið víða um heim hafa sprotafyrirtæki frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Austur-Evrópu lýst yfir áhuga á því að bætast í hópinn. Þar af eru fjögur íslensk fyrirtæki sem munu leiða hesta sína saman við fjárfestana á morgun. Jón Helgi Egilsson, framkvæmdastjóri Seed Forum í Bandaríkjunum, segir fyrirtækin eiga það sammerkt að leita til fjárfesta til að hraða vexti þeirra. Flest eru fyrirtækin í smærri kantinum og mislangt á veg komin með vörur sínar. Sum þeirra eru reyndar þegar með vörur á markaði jafnt hér sem erlendis. Þau eigi það hins vegar flest sam-merkt að vera smá í sniðum, með fáa starfsmenn, suma í hlutastarfi, og þurfa að sinna ýmsum aukaverkefnum til að tryggja rekstrargrundvöll sinn. Þau geta því ekki einbeitt sér að stóra verkefninu. Til þess þurfa þau aukið fjármagn.„Speed forum“jón helgi egilsson Aðkoma viðskiptaengla í sprotafyrirtæki er dýrmætt skref, að sögn Jóns Helga, framkvæmdastjóra Seed Forum. Markaðurinn/GVAÞað er fjarri því auðunnið verk að komast að á fjárfestaþingi Seed Forum. Sprotafyrirtækin eiga það flest hver sammerkt að hafa fetað krókastigu í leit að fjármagni. En það er erfitt mál. „Þessi fyrirtæki eru of lítil svo bankar sjái hag sinn í því að fjárfesta í þeim. Þá eru þau of skammt á veg komin til að fjárfestingasjóðir á borð við Brú setji fjármagn í þau,“ segir Jón Helgi. Hann bendir á að fjárfestingasjóðirnir tilnefni þau sprotafyrirtæki sem þeim líst vel á en hafi ekki hlotið náð fyrir augum sjóðsins. Eftir nokkra síu eru fulltrúar frá nokkrum sprotafyrirtækjum síðan valdir til þátttöku á þinginu. En þar er ekki sagan öll því allir fulltrúar fyrirtækjanna fá þjálfun í því hvernig þeir eigi að kynna vörur sínar fyrir viðskiptaenglunum á mjög markvissan hátt.Jón segir þjálfunina af hinu góða enda nýti fulltrúar fyrirtækjanna tækifærið, kynnist hver öðrum og myndi tengsl við fulltrúa fyrirtækis í svipuðum geira. Að slíku tengslaneti sé gott að búa í framtíðinni, að hans sögn.Forsvarsmenn allra sprotafyrirtækjanna sem þátt taka í fjárfestaþinginu á morgun fengu ítarlega þjálfun fyrir kynningu sína í Osló í Noregi fyrir viku. Þetta er viðamikil þjálfun sem stóð frá þriðjudagsmorgni og langt fram á kvöld auk þess sem hálfum miðvikudeginum var varið í þjálfunina. Þjálfunin var ströng, ítarleg og mál manna að mjög fagmannlega hafi verið að verki staðið hvernig eigi að kynna fyrirtækin í mjög afmörkuðu og skýru máli. Var einum viðmælanda Markaðarins á orði að fremur ætti fjárfestingaþingið að heita „Speed Forum“ en Seed Forum og vísaði hann til þess að fulltrúi hvers fyrirtækis fyrir sig fær ekki nema sjö mínútur til að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir fjárfestum á morgun.leitað eftir mismiklu fjármagniÍslensku sprotafyrirtækin sem vinna að því að heilla viðskiptaenglana upp úr skónum á morgun eru af öllum stærðum og gerðum. Þar á meðal er eitt netfyrirtæki, annað í lyfjaþróun, það þriðja í heilbrigðisgeiranum en fjórða fyrirtækið selur afnotaleyfi á einkaleyfisvernduðum ferlum. Þá eru þrjú fyrirtæki frá Norðurlöndunum sem starfa á sviði upplýsingatækni og fjármála.Jón Helgi segir fyrirtækin sjö leita eftir misháu fjármagni til rekstursins. Allt fer það eftir starfsemi þeirra og næstu skrefum. „Þetta getur verið allt frá 30 milljónum króna upp í einn og hálfan milljarð,“ segir Jón Helgi og bætir við að fleiri en einn viðskiptaengill geti ákveðið að fjárfesta í hverju einstöku fyrirtæki fyrir sig.Jón segir að sprotafyrirtækin öll geti ekki átt von á að viðskiptaengill ákveði að leggja fjármagn til reksturs þeirra. „Við erum að sjá um það bil einn þriðja fyrirtækja loka samningum við fjárfesta í framhaldi af þingum sem þessum. Sumir gera það fljótlega eftir þingið en aðrir síðar. Það er engu að síður góður árangur,“ segir Jón Helgi og bætir því við að um 30 prósenta árangur sé mjög stórt hlutfall.Fjárfestaþing fyrir allaSkráning á fjárfestaþing Seed Forum hefst klukkan 8.30 í húsakynnum deCode í Vatnsmýrinni og er það öllum opið. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, setur það klukkan 9 en að því loknu munu fulltrúar allra fyrirtækja kynna sig stuttlega. Þar á eftir heldur Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, erindi. Sjálf kynning fyrirtækjanna hefst að því loknu og hefur hver fulltrúi sprotafyrirtækjanna sjö mínútur til umráða.Gert er ráð fyrir því að þinginu ljúki klukkan 11.30. Að loknum léttum hádegisverði mun deCode kynna starfsemi sína og framtíðarhorfur fyrir gestum og gefst þeim síðan kostur á að skoða húsnæðið.
Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira