Tónlist

Ágeng sveifla á Domo

Saxófónleikararnir Ólafur Jónsson og Haukur Gröndal leiða leikinn á Domo í kvöld.
Saxófónleikararnir Ólafur Jónsson og Haukur Gröndal leiða leikinn á Domo í kvöld.

Hljómsveitin „Jónsson/Gröndal kvintett“ leikur í djasstónleikaröð Múlans á skemmtistaðnum Domo bar í Þingholtsstræti í kvöld.

Flokk þann leiða saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson en samstarf þeirra félaga á sér langa sögu. Þeir léku fyrst saman sumarið 2002 og var hljómsveitin einnig skipuð, Kjartani Valdemarssyni á píanó, Morten Lundsby á bassa og Erik Qvick á trommur.

Í fyrstu var hugmyndin að leika eingöngu frumsamda djasstónlist en á tónleikunum í kvöld kveður við nýjan tón. Á efnisskránni eru lögu eftir nokkra af helstu bebop-meisturum djasssögunnar og meðspilarar þeirra Ólafs og Hauks eru að þessu sinni Agnar Már Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Valur Scheving á trommur. Tónlist sveitarinnar er orkuhlaðin og beinskeytt djasstónlist með ágengri sveiflu sem lætur engan ósnortin.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.