Eignarréttur og forræði þjóðarinnar 4. mars 2007 06:00 Eitt merkasta umræðuefni stjórnmálanna snýr að því hvernig eignarréttur myndast. Stjórnmálasaga Vesturlanda markast mjög af þessari spurningu og gæfa þjóða hefur risið og hnigið í tengslum við hvernig spurningunni er svarað. Frjálslyndir menn hafa lengi lagt á það áherslu að eignarrétturinn sé forsenda blómlegs, fjölbreytts og umburðarlynds þjóðfélags. Því meiri eignum sem ríkisvaldið ræður yfir, því meiri hætta er á miðstýrðu einsleitu samfélagi sem umber illa frávik frá því sem valdhöfum þóknast. Þetta er mikilvægt, en ekki er síður mikilvægt að séreignarrétturinn er ein frumforsenda efnahagsframfara, tækninýjunga og almennrar velmegunar. Eignarréttur á náttúruauðlindum er mjög áhugavert viðfangsefni fyrir okkur Íslendinga, við eigum meira undir slíkum auðlindum en flestar aðrar þjóðir veraldar. Nýting náttúrunnar, sérstaklega þeirra auðlinda sem eru endurnýjanlegar eins og ræktað land og fiskistofnar, mynda grunninn að efnahagslegri velferð okkar og það er því eðlilegt að við deilum um hvernig þessum málum sé best fyrirkomið. Umræðan skiptist í tvö horn og ráða stjórnmálaskoðanir þar mestu um. Annars vegar eru þeir sem telja að ríkið eigi að eiga allar auðlindir og hins vegar hinir sem leggja áherslu á séreignarrétt. Nálgun mín og margra þeirra sem telja að séreignarrétturinn sé farsæl lausn hvílir á eftirfarandi hugsun: Auðlind, til dæmis fiskurinn í sjónum, hefur ekkert verðgildi í sjálfum sér. Fiskur sem syndir um í hafinu, sem enginn kann að veiða, verka eða koma í verð er ekki auðlind í þeirri merkingu orðsins að um sé að ræða verðmæti sem meta megi til fjár. Verðmætið myndast þannig að einhverjir taka áhættu og finna út leiðir til að veiða fiskinn og verka með minni tilkostnaði en þeim tekjum sem má fá þegar hann er seldur. Verðmæti fiskauðlindarinnar er því munurinn á kostnaði við að veiða og vinna annars vegar og tekjunum hins vegar. Þetta verðmæti hafa því einstaklingar skapað, ekki ríkisvaldið nema að þeim hluta sem felst í því að halda uppi almannareglu, verja landið og miðin fyrir ágangi annarra þjóða o.s.frv. Fiskveiðiauðlindin er takmörkuð og þegar kom að því að takmarka varð aðgang að henni áttu þeir sem höfðu nýtingarsögu að eignast nýtingarréttinn. Ég er því þeirrar skoðunar að það geti vel farið saman að ríkið, fyrir hönd þjóðarinnar, hafi eignar- og yfirráðarétt yfir fiskistofnunum en nýtingarrétturinn sé í höndum útgerðarmanna. Ég tel að þessi hugsun hafi legið að baki þegar eftirfarandi setning var samþykkt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá." Fiskistofnarnir í kringum landið yrðu þar með á forræði ríkisins, ákvarðanir um heildarafla, veiðistýring o.s.frv. væru þar með teknar af stjórnvöldum á grundvelli þessa ákvæðis. Útgerðarmenn ættu sóknarréttinn, en yrðu að hlíta almennum ákvörðunum ríkisvaldsins um hvernig farið er með auðlindina. Stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum er mjög skýr og þetta ákvæði stjórnarsáttmálans er í góðu samræmi við þá stefnu. Því miður tókst ekki að ná samstöðu um útfærslu á ákvæðinu í stjórnarskrárnefndinni og er vel skiljanlegt að margir séu óánægðir með það. Versta sem gæti þó gerst núna er að menn fari að hlaupa til í bráðræði í jafn mikilvægu máli eins og hér er um að ræða. Útfærsluna á að vinna í tengslum við aðrar stjórnarskrárbreytingar, með yfirveguðum hætti en ekki í einhverju panikkasti nokkrum dögum fyrir kosningar. Fyrir kjósendur skiptir miklu máli að stjórnmálaflokkarnir hafi skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Fyrir síðustu kosningar fóru forystumenn Samfylkingarinnar um landið og boðuðu svokallaða afskrifarleið í sjávarútvegi. Sú leið byggði á því að sérstakur skattur yrði lagður á sjávarútveginn og þar með á sjávarbyggðirnar um allt land. Milljarðar áttu að fara úr atvinnurekstri þorpana og kaupstaðanna við sjávarsíðuna, en áfram átti að búa við aflamarkskerfið. Viðtökurnar voru í samræmi við tillögurnar, hörmulegar. Kosningar verða nú eftir nokkra daga. Samfylkingin hefur marg sinnis lýst því yfir að aflamarkskerfið sé mesta óréttlæti Íslandssögunnar, og er þó af nógu að taka í þeirri rúmlega ellefuhundruð ára löngu sögu. Þögn Samfylkingarinnar nú um sjávarútvegsmál er útaf fyrir sig áhugaverð og það er áberandi að talsmenn flokksins, að Jóhanni Ársælssyni slepptum, virðast engan áhuga hafa á þessum málum. Enn á ný er því spurt: Er afskriftastefnan enn stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum eða verður ný stefna kokkuð upp á næstu vikum? Greinin er hér birt í heild sinni en tæknileg mistök ollu því að niðurlag greinarinnar datt út þegar greinin var birt í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt merkasta umræðuefni stjórnmálanna snýr að því hvernig eignarréttur myndast. Stjórnmálasaga Vesturlanda markast mjög af þessari spurningu og gæfa þjóða hefur risið og hnigið í tengslum við hvernig spurningunni er svarað. Frjálslyndir menn hafa lengi lagt á það áherslu að eignarrétturinn sé forsenda blómlegs, fjölbreytts og umburðarlynds þjóðfélags. Því meiri eignum sem ríkisvaldið ræður yfir, því meiri hætta er á miðstýrðu einsleitu samfélagi sem umber illa frávik frá því sem valdhöfum þóknast. Þetta er mikilvægt, en ekki er síður mikilvægt að séreignarrétturinn er ein frumforsenda efnahagsframfara, tækninýjunga og almennrar velmegunar. Eignarréttur á náttúruauðlindum er mjög áhugavert viðfangsefni fyrir okkur Íslendinga, við eigum meira undir slíkum auðlindum en flestar aðrar þjóðir veraldar. Nýting náttúrunnar, sérstaklega þeirra auðlinda sem eru endurnýjanlegar eins og ræktað land og fiskistofnar, mynda grunninn að efnahagslegri velferð okkar og það er því eðlilegt að við deilum um hvernig þessum málum sé best fyrirkomið. Umræðan skiptist í tvö horn og ráða stjórnmálaskoðanir þar mestu um. Annars vegar eru þeir sem telja að ríkið eigi að eiga allar auðlindir og hins vegar hinir sem leggja áherslu á séreignarrétt. Nálgun mín og margra þeirra sem telja að séreignarrétturinn sé farsæl lausn hvílir á eftirfarandi hugsun: Auðlind, til dæmis fiskurinn í sjónum, hefur ekkert verðgildi í sjálfum sér. Fiskur sem syndir um í hafinu, sem enginn kann að veiða, verka eða koma í verð er ekki auðlind í þeirri merkingu orðsins að um sé að ræða verðmæti sem meta megi til fjár. Verðmætið myndast þannig að einhverjir taka áhættu og finna út leiðir til að veiða fiskinn og verka með minni tilkostnaði en þeim tekjum sem má fá þegar hann er seldur. Verðmæti fiskauðlindarinnar er því munurinn á kostnaði við að veiða og vinna annars vegar og tekjunum hins vegar. Þetta verðmæti hafa því einstaklingar skapað, ekki ríkisvaldið nema að þeim hluta sem felst í því að halda uppi almannareglu, verja landið og miðin fyrir ágangi annarra þjóða o.s.frv. Fiskveiðiauðlindin er takmörkuð og þegar kom að því að takmarka varð aðgang að henni áttu þeir sem höfðu nýtingarsögu að eignast nýtingarréttinn. Ég er því þeirrar skoðunar að það geti vel farið saman að ríkið, fyrir hönd þjóðarinnar, hafi eignar- og yfirráðarétt yfir fiskistofnunum en nýtingarrétturinn sé í höndum útgerðarmanna. Ég tel að þessi hugsun hafi legið að baki þegar eftirfarandi setning var samþykkt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá." Fiskistofnarnir í kringum landið yrðu þar með á forræði ríkisins, ákvarðanir um heildarafla, veiðistýring o.s.frv. væru þar með teknar af stjórnvöldum á grundvelli þessa ákvæðis. Útgerðarmenn ættu sóknarréttinn, en yrðu að hlíta almennum ákvörðunum ríkisvaldsins um hvernig farið er með auðlindina. Stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum er mjög skýr og þetta ákvæði stjórnarsáttmálans er í góðu samræmi við þá stefnu. Því miður tókst ekki að ná samstöðu um útfærslu á ákvæðinu í stjórnarskrárnefndinni og er vel skiljanlegt að margir séu óánægðir með það. Versta sem gæti þó gerst núna er að menn fari að hlaupa til í bráðræði í jafn mikilvægu máli eins og hér er um að ræða. Útfærsluna á að vinna í tengslum við aðrar stjórnarskrárbreytingar, með yfirveguðum hætti en ekki í einhverju panikkasti nokkrum dögum fyrir kosningar. Fyrir kjósendur skiptir miklu máli að stjórnmálaflokkarnir hafi skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Fyrir síðustu kosningar fóru forystumenn Samfylkingarinnar um landið og boðuðu svokallaða afskrifarleið í sjávarútvegi. Sú leið byggði á því að sérstakur skattur yrði lagður á sjávarútveginn og þar með á sjávarbyggðirnar um allt land. Milljarðar áttu að fara úr atvinnurekstri þorpana og kaupstaðanna við sjávarsíðuna, en áfram átti að búa við aflamarkskerfið. Viðtökurnar voru í samræmi við tillögurnar, hörmulegar. Kosningar verða nú eftir nokkra daga. Samfylkingin hefur marg sinnis lýst því yfir að aflamarkskerfið sé mesta óréttlæti Íslandssögunnar, og er þó af nógu að taka í þeirri rúmlega ellefuhundruð ára löngu sögu. Þögn Samfylkingarinnar nú um sjávarútvegsmál er útaf fyrir sig áhugaverð og það er áberandi að talsmenn flokksins, að Jóhanni Ársælssyni slepptum, virðast engan áhuga hafa á þessum málum. Enn á ný er því spurt: Er afskriftastefnan enn stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum eða verður ný stefna kokkuð upp á næstu vikum? Greinin er hér birt í heild sinni en tæknileg mistök ollu því að niðurlag greinarinnar datt út þegar greinin var birt í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun