Eignarréttur og forræði þjóðarinnar 4. mars 2007 06:00 Eitt merkasta umræðuefni stjórnmálanna snýr að því hvernig eignarréttur myndast. Stjórnmálasaga Vesturlanda markast mjög af þessari spurningu og gæfa þjóða hefur risið og hnigið í tengslum við hvernig spurningunni er svarað. Frjálslyndir menn hafa lengi lagt á það áherslu að eignarrétturinn sé forsenda blómlegs, fjölbreytts og umburðarlynds þjóðfélags. Því meiri eignum sem ríkisvaldið ræður yfir, því meiri hætta er á miðstýrðu einsleitu samfélagi sem umber illa frávik frá því sem valdhöfum þóknast. Þetta er mikilvægt, en ekki er síður mikilvægt að séreignarrétturinn er ein frumforsenda efnahagsframfara, tækninýjunga og almennrar velmegunar. Eignarréttur á náttúruauðlindum er mjög áhugavert viðfangsefni fyrir okkur Íslendinga, við eigum meira undir slíkum auðlindum en flestar aðrar þjóðir veraldar. Nýting náttúrunnar, sérstaklega þeirra auðlinda sem eru endurnýjanlegar eins og ræktað land og fiskistofnar, mynda grunninn að efnahagslegri velferð okkar og það er því eðlilegt að við deilum um hvernig þessum málum sé best fyrirkomið. Umræðan skiptist í tvö horn og ráða stjórnmálaskoðanir þar mestu um. Annars vegar eru þeir sem telja að ríkið eigi að eiga allar auðlindir og hins vegar hinir sem leggja áherslu á séreignarrétt. Nálgun mín og margra þeirra sem telja að séreignarrétturinn sé farsæl lausn hvílir á eftirfarandi hugsun: Auðlind, til dæmis fiskurinn í sjónum, hefur ekkert verðgildi í sjálfum sér. Fiskur sem syndir um í hafinu, sem enginn kann að veiða, verka eða koma í verð er ekki auðlind í þeirri merkingu orðsins að um sé að ræða verðmæti sem meta megi til fjár. Verðmætið myndast þannig að einhverjir taka áhættu og finna út leiðir til að veiða fiskinn og verka með minni tilkostnaði en þeim tekjum sem má fá þegar hann er seldur. Verðmæti fiskauðlindarinnar er því munurinn á kostnaði við að veiða og vinna annars vegar og tekjunum hins vegar. Þetta verðmæti hafa því einstaklingar skapað, ekki ríkisvaldið nema að þeim hluta sem felst í því að halda uppi almannareglu, verja landið og miðin fyrir ágangi annarra þjóða o.s.frv. Fiskveiðiauðlindin er takmörkuð og þegar kom að því að takmarka varð aðgang að henni áttu þeir sem höfðu nýtingarsögu að eignast nýtingarréttinn. Ég er því þeirrar skoðunar að það geti vel farið saman að ríkið, fyrir hönd þjóðarinnar, hafi eignar- og yfirráðarétt yfir fiskistofnunum en nýtingarrétturinn sé í höndum útgerðarmanna. Ég tel að þessi hugsun hafi legið að baki þegar eftirfarandi setning var samþykkt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá." Fiskistofnarnir í kringum landið yrðu þar með á forræði ríkisins, ákvarðanir um heildarafla, veiðistýring o.s.frv. væru þar með teknar af stjórnvöldum á grundvelli þessa ákvæðis. Útgerðarmenn ættu sóknarréttinn, en yrðu að hlíta almennum ákvörðunum ríkisvaldsins um hvernig farið er með auðlindina. Stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum er mjög skýr og þetta ákvæði stjórnarsáttmálans er í góðu samræmi við þá stefnu. Því miður tókst ekki að ná samstöðu um útfærslu á ákvæðinu í stjórnarskrárnefndinni og er vel skiljanlegt að margir séu óánægðir með það. Versta sem gæti þó gerst núna er að menn fari að hlaupa til í bráðræði í jafn mikilvægu máli eins og hér er um að ræða. Útfærsluna á að vinna í tengslum við aðrar stjórnarskrárbreytingar, með yfirveguðum hætti en ekki í einhverju panikkasti nokkrum dögum fyrir kosningar. Fyrir kjósendur skiptir miklu máli að stjórnmálaflokkarnir hafi skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Fyrir síðustu kosningar fóru forystumenn Samfylkingarinnar um landið og boðuðu svokallaða afskrifarleið í sjávarútvegi. Sú leið byggði á því að sérstakur skattur yrði lagður á sjávarútveginn og þar með á sjávarbyggðirnar um allt land. Milljarðar áttu að fara úr atvinnurekstri þorpana og kaupstaðanna við sjávarsíðuna, en áfram átti að búa við aflamarkskerfið. Viðtökurnar voru í samræmi við tillögurnar, hörmulegar. Kosningar verða nú eftir nokkra daga. Samfylkingin hefur marg sinnis lýst því yfir að aflamarkskerfið sé mesta óréttlæti Íslandssögunnar, og er þó af nógu að taka í þeirri rúmlega ellefuhundruð ára löngu sögu. Þögn Samfylkingarinnar nú um sjávarútvegsmál er útaf fyrir sig áhugaverð og það er áberandi að talsmenn flokksins, að Jóhanni Ársælssyni slepptum, virðast engan áhuga hafa á þessum málum. Enn á ný er því spurt: Er afskriftastefnan enn stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum eða verður ný stefna kokkuð upp á næstu vikum? Greinin er hér birt í heild sinni en tæknileg mistök ollu því að niðurlag greinarinnar datt út þegar greinin var birt í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt merkasta umræðuefni stjórnmálanna snýr að því hvernig eignarréttur myndast. Stjórnmálasaga Vesturlanda markast mjög af þessari spurningu og gæfa þjóða hefur risið og hnigið í tengslum við hvernig spurningunni er svarað. Frjálslyndir menn hafa lengi lagt á það áherslu að eignarrétturinn sé forsenda blómlegs, fjölbreytts og umburðarlynds þjóðfélags. Því meiri eignum sem ríkisvaldið ræður yfir, því meiri hætta er á miðstýrðu einsleitu samfélagi sem umber illa frávik frá því sem valdhöfum þóknast. Þetta er mikilvægt, en ekki er síður mikilvægt að séreignarrétturinn er ein frumforsenda efnahagsframfara, tækninýjunga og almennrar velmegunar. Eignarréttur á náttúruauðlindum er mjög áhugavert viðfangsefni fyrir okkur Íslendinga, við eigum meira undir slíkum auðlindum en flestar aðrar þjóðir veraldar. Nýting náttúrunnar, sérstaklega þeirra auðlinda sem eru endurnýjanlegar eins og ræktað land og fiskistofnar, mynda grunninn að efnahagslegri velferð okkar og það er því eðlilegt að við deilum um hvernig þessum málum sé best fyrirkomið. Umræðan skiptist í tvö horn og ráða stjórnmálaskoðanir þar mestu um. Annars vegar eru þeir sem telja að ríkið eigi að eiga allar auðlindir og hins vegar hinir sem leggja áherslu á séreignarrétt. Nálgun mín og margra þeirra sem telja að séreignarrétturinn sé farsæl lausn hvílir á eftirfarandi hugsun: Auðlind, til dæmis fiskurinn í sjónum, hefur ekkert verðgildi í sjálfum sér. Fiskur sem syndir um í hafinu, sem enginn kann að veiða, verka eða koma í verð er ekki auðlind í þeirri merkingu orðsins að um sé að ræða verðmæti sem meta megi til fjár. Verðmætið myndast þannig að einhverjir taka áhættu og finna út leiðir til að veiða fiskinn og verka með minni tilkostnaði en þeim tekjum sem má fá þegar hann er seldur. Verðmæti fiskauðlindarinnar er því munurinn á kostnaði við að veiða og vinna annars vegar og tekjunum hins vegar. Þetta verðmæti hafa því einstaklingar skapað, ekki ríkisvaldið nema að þeim hluta sem felst í því að halda uppi almannareglu, verja landið og miðin fyrir ágangi annarra þjóða o.s.frv. Fiskveiðiauðlindin er takmörkuð og þegar kom að því að takmarka varð aðgang að henni áttu þeir sem höfðu nýtingarsögu að eignast nýtingarréttinn. Ég er því þeirrar skoðunar að það geti vel farið saman að ríkið, fyrir hönd þjóðarinnar, hafi eignar- og yfirráðarétt yfir fiskistofnunum en nýtingarrétturinn sé í höndum útgerðarmanna. Ég tel að þessi hugsun hafi legið að baki þegar eftirfarandi setning var samþykkt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá." Fiskistofnarnir í kringum landið yrðu þar með á forræði ríkisins, ákvarðanir um heildarafla, veiðistýring o.s.frv. væru þar með teknar af stjórnvöldum á grundvelli þessa ákvæðis. Útgerðarmenn ættu sóknarréttinn, en yrðu að hlíta almennum ákvörðunum ríkisvaldsins um hvernig farið er með auðlindina. Stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum er mjög skýr og þetta ákvæði stjórnarsáttmálans er í góðu samræmi við þá stefnu. Því miður tókst ekki að ná samstöðu um útfærslu á ákvæðinu í stjórnarskrárnefndinni og er vel skiljanlegt að margir séu óánægðir með það. Versta sem gæti þó gerst núna er að menn fari að hlaupa til í bráðræði í jafn mikilvægu máli eins og hér er um að ræða. Útfærsluna á að vinna í tengslum við aðrar stjórnarskrárbreytingar, með yfirveguðum hætti en ekki í einhverju panikkasti nokkrum dögum fyrir kosningar. Fyrir kjósendur skiptir miklu máli að stjórnmálaflokkarnir hafi skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Fyrir síðustu kosningar fóru forystumenn Samfylkingarinnar um landið og boðuðu svokallaða afskrifarleið í sjávarútvegi. Sú leið byggði á því að sérstakur skattur yrði lagður á sjávarútveginn og þar með á sjávarbyggðirnar um allt land. Milljarðar áttu að fara úr atvinnurekstri þorpana og kaupstaðanna við sjávarsíðuna, en áfram átti að búa við aflamarkskerfið. Viðtökurnar voru í samræmi við tillögurnar, hörmulegar. Kosningar verða nú eftir nokkra daga. Samfylkingin hefur marg sinnis lýst því yfir að aflamarkskerfið sé mesta óréttlæti Íslandssögunnar, og er þó af nógu að taka í þeirri rúmlega ellefuhundruð ára löngu sögu. Þögn Samfylkingarinnar nú um sjávarútvegsmál er útaf fyrir sig áhugaverð og það er áberandi að talsmenn flokksins, að Jóhanni Ársælssyni slepptum, virðast engan áhuga hafa á þessum málum. Enn á ný er því spurt: Er afskriftastefnan enn stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum eða verður ný stefna kokkuð upp á næstu vikum? Greinin er hér birt í heild sinni en tæknileg mistök ollu því að niðurlag greinarinnar datt út þegar greinin var birt í Fréttablaðinu.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar