Söngurinn sameinar menn 24. febrúar 2007 07:30 Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í tilefni 95 ára afmælis kórsins. Félagsskapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sérlegur kynningafulltrúi hópsins, útskýrir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tónleikahaldi. „Menn ganga til liðs við karlakóra fyrst og fremst vegna þess að þeim finnst gaman að syngja en það er ekki síður félagsskapurinn sem skiptir máli því í kórastarfi eignast maður góðan hóp af vinum," segir Geir og bætir við að sumir félaganna taki að sér að syngja við athafnir og afmæli auk þess að skemmta sér saman. Rúmlega fimmtíu félagar eru í kórnum nú og hafa margir félaganna starfað innan vébanda hans um árabil. „Þetta er kokkteill," segir Geir sposkur og útskýrir að innan hópsins séu bæði yngri söngmenn og „gamlir jaxlar". „Ég held að sá elsti hafi byrjað 17 ára gamall en hann er nú að verða sextugur. Faðir hans starfaði annan eins tíma með kórnum svo það liggur við að sá félagi hafi tengst starfsemi kórsins frá upphafi." Það er einnig til marks um kraftinn og fjörið í kórnum að fyrrgreindur félagi hefur ekki tekið sér frí frá kórastarfinu allan þennan tíma. Kórinn hefur staðið af sér sveiflur og breytingar í tónlist allt frá gömlu ættjarðarlögunum í gegnum revíutímann, stórhljómsveitartímann, rokkið, bítlana, diskóið og fönkið. Geir áréttar þó að kórinn hafi aldrei staðið í vegi fyrir þeim sveiflum heldur aðlagast þeim eftir megni og tekið þær í sína þjónustu. Þrestirnir eru fyrir löngu orðnir hluti af menningarlífinu í Hafnarfirði og hafa gert ófá strandhögg víðar um land og á erlendri grund. Fyrsta hljómplata kórsins kom út árið 1975 og nú er von á nýjum diski, Þrestir 95, þar sem kórinn flytur ljúfar dægurlagaperlur. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez, en píanóleikari Jónas Þórir. Afmælinu verður fagnað í Hásölum, félagsheimili Hafnarfjarðarkirkju, í dag kl. 17 en þangað eru allir velkomnir og ókeypis aðgangur. „Þetta verða fremur óhefðbundnir tónleikar," útskýrir Geir en kórinn mun að sönnu taka lagið og bjóða gömlum félögum og öðrum söngglöðum gestum að syngja með. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í tilefni 95 ára afmælis kórsins. Félagsskapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sérlegur kynningafulltrúi hópsins, útskýrir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tónleikahaldi. „Menn ganga til liðs við karlakóra fyrst og fremst vegna þess að þeim finnst gaman að syngja en það er ekki síður félagsskapurinn sem skiptir máli því í kórastarfi eignast maður góðan hóp af vinum," segir Geir og bætir við að sumir félaganna taki að sér að syngja við athafnir og afmæli auk þess að skemmta sér saman. Rúmlega fimmtíu félagar eru í kórnum nú og hafa margir félaganna starfað innan vébanda hans um árabil. „Þetta er kokkteill," segir Geir sposkur og útskýrir að innan hópsins séu bæði yngri söngmenn og „gamlir jaxlar". „Ég held að sá elsti hafi byrjað 17 ára gamall en hann er nú að verða sextugur. Faðir hans starfaði annan eins tíma með kórnum svo það liggur við að sá félagi hafi tengst starfsemi kórsins frá upphafi." Það er einnig til marks um kraftinn og fjörið í kórnum að fyrrgreindur félagi hefur ekki tekið sér frí frá kórastarfinu allan þennan tíma. Kórinn hefur staðið af sér sveiflur og breytingar í tónlist allt frá gömlu ættjarðarlögunum í gegnum revíutímann, stórhljómsveitartímann, rokkið, bítlana, diskóið og fönkið. Geir áréttar þó að kórinn hafi aldrei staðið í vegi fyrir þeim sveiflum heldur aðlagast þeim eftir megni og tekið þær í sína þjónustu. Þrestirnir eru fyrir löngu orðnir hluti af menningarlífinu í Hafnarfirði og hafa gert ófá strandhögg víðar um land og á erlendri grund. Fyrsta hljómplata kórsins kom út árið 1975 og nú er von á nýjum diski, Þrestir 95, þar sem kórinn flytur ljúfar dægurlagaperlur. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez, en píanóleikari Jónas Þórir. Afmælinu verður fagnað í Hásölum, félagsheimili Hafnarfjarðarkirkju, í dag kl. 17 en þangað eru allir velkomnir og ókeypis aðgangur. „Þetta verða fremur óhefðbundnir tónleikar," útskýrir Geir en kórinn mun að sönnu taka lagið og bjóða gömlum félögum og öðrum söngglöðum gestum að syngja með.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira