Tónlist

Frumkvöðull leikinn

Caput-hópurinn hefur frumflutt fjölda íslenskra og evrópskra tónverkA flytur verk eftir Koenig á Myrkum músíkdögum.
Caput-hópurinn hefur frumflutt fjölda íslenskra og evrópskra tónverkA flytur verk eftir Koenig á Myrkum músíkdögum.

CAPUT-hópurinn leikur í tilefni af Myrkum músíkdögum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir þýsk-hollenska tónskáldið Gottfried Michael Koenig.

Koenig er einn af fremstu tónskáldum 20. aldarinnar og einn af frumkvöðlum raftónlistarinnar í Evrópu og er einnig þekktur fyrirlesari og fræðimaður. Tónskáldið Atli Heimi Sveinsson nam til að mynda elektróníska tónsmíðatækni hjá Koenig þegar hann kenndi í Utrecht í Hollandi og Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld naut einnig leiðsagnar hans. Koenig er sérstakur gestur tónlistarhátíðarinnar í ár og verður viðstaddur tónleikana í kvöld.

CAPUT-hópurinn var stofnaður árið 1987 með það að leiðarljósi að kynna og leika nýja íslenska tónlist en félagar hans hafa fyrir löngu fest sig í sessi meðal fremstu listamannalandsins og nýtur hópurinn hylli bæði hérlendis sem erlendis.

Hópinn að þessu sinni skipa fiðluleikarinn Hildigunnur Halldórsdóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Valgerður Andrésdóttir píanóleikari, flautuleikarnir Melkorka Ólafsdóttir og Kolbeinn Bjarnason og Guðni Franzson sem leika mun á klarinettur. Sjö verka Koenig verða flutt á tónleikunum.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld en nánari upplýsingar um dagskrá Myrkra músíkdaga má finna á heimasíðunni www.listir.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.