Vísindastefna meðalmennskunnar? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 24. janúar 2007 05:00 Vísindin efla alla dáð“ er ritað á vegginn fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla Íslands. Flestir kunna hendinguna en fæstir líklega kvæðið allt eftir Jónas. Í því segir líka: „...tífaldar þakkir ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra, vakið og glatt og verndað fá...“ Það er óhætt að segja að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafi verið færðar tífaldar þakkir fyrir að lofa Háskóla Íslands stórauknum fjárframlögum til rannsókna á næstu árum. Framlögum sem eiga að gefa skólanum kraftinn sem hann þarf til að lyfta sér til flugs áður en haldið verður uppá aldarafmæli hans. Og vissulega þurfti HÍ á stórauknum fjárframlögum að halda. Það hefur hann þurft í a.m.k. 15 ár; framlögum til kennslu og uppbyggingar í skóla þar sem nemendum hefur fjölgað gríðarlega, nýjar námsgreinar hafa verið teknar til kennslu og æ fleiri kjósa að bæta framhaldsnámi ofan á hina hefðbundnu fyrstu háskólagráðu. Það hefur lengi legið fyrir. Á það hefur ítrekað verið bent af stjórnmálamönnum og háskólafólki við litlar undirtektir stjórnvalda. Því var það óneitanlega fréttnæmt þegar menntamálaráðherra ákvað að styðja HÍ sérstaklega á sviði vísindarannsókna. En sú ráðstöfun er ekki eins rakin og frábær og hún ef til vill virðist vera við fyrstu sýn. Hún gengur nefnilega þvert á stefnumótun og uppbyggingu stjórnvalda á undanförnum árum. Sú þróun hefur m.a. getið af sér Háskólann í Reykjavík, á Bifröst og Listaháskóla Íslands. En hvert er vandamálið, gæti einhver spurt? Vandinn er að fjármagn til vísindarannsókna er best að setja í svokallaða samkeppnissjóði, sem stýrt er af fagnefndum. Vísindamenn hafa þá allir – sama við hvaða háskóla eða stofnun þeir starfa – sömu tækifæri til þess að sækja fé til rannsókna og þurfa jafnframt allir að undirgangast jafningjamat (peer review). Þetta á við á öllum sviðum vísinda, jafn raunvísinda sem hugvísinda. Ráðstöfun Þorgerðar Katrínar skekkir þessa mynd hins vegar verulega og er í raun óskiljanleg í ljósi þróunarinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu. Með því að nýta ekki ótvíræða kosti samkeppnissjóðanna er menntamálaráðherra ekki að velja leiðina sem hámarkar samfélagsleg og efnahagsleg áhrif vísindarannsókna. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að feta veg meðalmennskunnar. Það er miður. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Vísindin efla alla dáð“ er ritað á vegginn fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla Íslands. Flestir kunna hendinguna en fæstir líklega kvæðið allt eftir Jónas. Í því segir líka: „...tífaldar þakkir ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra, vakið og glatt og verndað fá...“ Það er óhætt að segja að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafi verið færðar tífaldar þakkir fyrir að lofa Háskóla Íslands stórauknum fjárframlögum til rannsókna á næstu árum. Framlögum sem eiga að gefa skólanum kraftinn sem hann þarf til að lyfta sér til flugs áður en haldið verður uppá aldarafmæli hans. Og vissulega þurfti HÍ á stórauknum fjárframlögum að halda. Það hefur hann þurft í a.m.k. 15 ár; framlögum til kennslu og uppbyggingar í skóla þar sem nemendum hefur fjölgað gríðarlega, nýjar námsgreinar hafa verið teknar til kennslu og æ fleiri kjósa að bæta framhaldsnámi ofan á hina hefðbundnu fyrstu háskólagráðu. Það hefur lengi legið fyrir. Á það hefur ítrekað verið bent af stjórnmálamönnum og háskólafólki við litlar undirtektir stjórnvalda. Því var það óneitanlega fréttnæmt þegar menntamálaráðherra ákvað að styðja HÍ sérstaklega á sviði vísindarannsókna. En sú ráðstöfun er ekki eins rakin og frábær og hún ef til vill virðist vera við fyrstu sýn. Hún gengur nefnilega þvert á stefnumótun og uppbyggingu stjórnvalda á undanförnum árum. Sú þróun hefur m.a. getið af sér Háskólann í Reykjavík, á Bifröst og Listaháskóla Íslands. En hvert er vandamálið, gæti einhver spurt? Vandinn er að fjármagn til vísindarannsókna er best að setja í svokallaða samkeppnissjóði, sem stýrt er af fagnefndum. Vísindamenn hafa þá allir – sama við hvaða háskóla eða stofnun þeir starfa – sömu tækifæri til þess að sækja fé til rannsókna og þurfa jafnframt allir að undirgangast jafningjamat (peer review). Þetta á við á öllum sviðum vísinda, jafn raunvísinda sem hugvísinda. Ráðstöfun Þorgerðar Katrínar skekkir þessa mynd hins vegar verulega og er í raun óskiljanleg í ljósi þróunarinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu. Með því að nýta ekki ótvíræða kosti samkeppnissjóðanna er menntamálaráðherra ekki að velja leiðina sem hámarkar samfélagsleg og efnahagsleg áhrif vísindarannsókna. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að feta veg meðalmennskunnar. Það er miður. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar