Erlent

Saddam Hússein tekinn af lífi

Ógnartíð Saddams Hússeins er nú lokið.
Ógnartíð Saddams Hússeins er nú lokið. MYND/AP
Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, var líflátinn nú rétt í þessu. Hann var hengdur. Mikil úlfaþytur hefur verið vegna málsins í allan dag og lengi vel var óvíst hvenær aftakan myndi fara fram. Lögfræðingar hans reyndu allt sem þeir gátu til þess að sjá til þess að hann myndi ekki verða framseldur í hendur íraskra yfirvalda en allt kom fyrir ekki.

Arfleifð Saddams er ein sú blóðugasta sem um getur. Hann stóð fyrir fjölmörgum fjöldamorðum og styrjöldum og þjáningar fólksins voru miklar á valdatíma hans. Búist er við því að súnníar í Írak eigi eftir að hefna sín nú þegar Saddam hefur verið líflátinn en Saddam var súnní múslimi. Sjíar, sem eru um 60% af írösku þjóðinni, voru í stjórnartíð hans í hlutverki hins kúgaða almúga en nú stjórna þeir flestum opinberum embættum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×