Enski boltinn

Ívar segir leikmenn Reading fulla sjálfstraust

Ívar Ingimarsson í baráttu við James McFadden, leikmann Everton.
Ívar Ingimarsson í baráttu við James McFadden, leikmann Everton. MYND/Getty

Ívar Ingimarsson segir leikmenn Reading mæta fullir sjálfstraust á Old Trafford á morgun þar sem nýliðarnir mæta efsta liðið deildarinnar. Ívar segir að jafnteflið sem liðið náði gegn Chelsea fyrir nokkrum dögum sýni að það hefur burði til að stríða Man. Utd.

"'Að ná einu stigi á Stamford Bridge hefur ekki beint skaðað sjálfstraust okkar. Það verður gríðarlega gaman að sækja Man. Utd. heim, en jafnframt mjög erfitt. Við höfum hins vegar fulla trú á því að við getum strítt þeim," sagði ívar í samtali við heimasíðu Reading.

"Við sýndum það gegn Chelsea að við getum náð hagstæðum úrslitum gegn hvaða liði sem er. Ef við spilum eins vel og við getum er ég sannfærður um að við munum koma á óvart," bætti Ívar við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×