Enski boltinn

Lehmann: Ég á nóg eftir

Jens Lehmann á í viðræðum við Arsenal um nýjan samning við félagið.
Jens Lehmann á í viðræðum við Arsenal um nýjan samning við félagið. MYND/Getty

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal vill meina að hann eigi nóg eftir í boltanum og hann sé ekki einu sinni byrjaður að velta því fyrir sér að leggja hanskana á hilluna. Lehmann verður 38 ára gamall á næsta ári.

Lehmann sagði við Arsenal-sjónvarpsstöðina að fréttir þess efnis að hann ætlaði að binda enda á ferilinn eftir EM 2008 væru ekki á rökum reistar. "Það er ekki satt. Ég haf aldrei sagt neitt slíkt," sagði Lehmann.

"Ef ég get haldið líkamanum heilum og í góðu formi, rétt eins og núna, þá mun ég halda áfram og áfram og áfram," sagði Lehmann glottandi en bætti síðan við: "En svo við tölum í alvöru þá held ég að ég geti spilað í allavega tvö ár í viðbót."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×