Þúsund tonn og hörkusamkeppni 28. desember 2006 18:43 Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Í fyrra var flugeldasala umfram væntingar og er talið að hún hafi hlaupið á rúmlega hálfum milljarði. Eins og fyrri ár er gert ráð fyrir salan aukist og talan verði enn hærri í ár. Gylfi Sævarsson formaður Flugbjörgunarsveinarinnar Ársæls segir einkaaðila reyna að komast inn á kúnnahóp Landsbjargar með því að líkja eftir litavali skilta, auglýsinga og blikkljósa. Flugbjörgunarsveitin Ársæll er með flugeldasölu í Grandagarði. Um nokkura ára skeið hefur þeim fundist einkaaðili í nágrenninu þrengja óþægilegaað þeim en nú er keyri um þverbak þar sem hann sé kominn í næsta hús. Gylfi segist hafa fengið ábendingar frá fólki eftir áramót að það héldi að það væri að kaupa af björgunarsveit, en var í raun að kaupa af einkaaðila. Einar Ólafsson flugeldasali rekur þrettán flugeldasölur. Hann hafnar því að reyna að líkja eftir landsbjörgu og segir stefnuna hjá sér að vera öðruvísi en björgunarsveitirnar. Hann er hlynntur samkeppni og segir það sjónarmið útaf fyrir sig að Landsbjörg og önnur félagasamtök fái að sitja ein að þessum markaði. "Er ekki Bónus og Hagkaup hlið við hlið, og Krónan á móti? Ég sé engan mun á því." Gylfi segir flugeldasöluna vera aðaltekjulind björgunarsveitanna enda hafi þær átt upphafið af þessari hefð. Hann segir nóg að vera í samkeppni við önnur félagasamtök, en finnst einkaaðilarnir færa sig um of upp á skaftið. Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Í fyrra var flugeldasala umfram væntingar og er talið að hún hafi hlaupið á rúmlega hálfum milljarði. Eins og fyrri ár er gert ráð fyrir salan aukist og talan verði enn hærri í ár. Gylfi Sævarsson formaður Flugbjörgunarsveinarinnar Ársæls segir einkaaðila reyna að komast inn á kúnnahóp Landsbjargar með því að líkja eftir litavali skilta, auglýsinga og blikkljósa. Flugbjörgunarsveitin Ársæll er með flugeldasölu í Grandagarði. Um nokkura ára skeið hefur þeim fundist einkaaðili í nágrenninu þrengja óþægilegaað þeim en nú er keyri um þverbak þar sem hann sé kominn í næsta hús. Gylfi segist hafa fengið ábendingar frá fólki eftir áramót að það héldi að það væri að kaupa af björgunarsveit, en var í raun að kaupa af einkaaðila. Einar Ólafsson flugeldasali rekur þrettán flugeldasölur. Hann hafnar því að reyna að líkja eftir landsbjörgu og segir stefnuna hjá sér að vera öðruvísi en björgunarsveitirnar. Hann er hlynntur samkeppni og segir það sjónarmið útaf fyrir sig að Landsbjörg og önnur félagasamtök fái að sitja ein að þessum markaði. "Er ekki Bónus og Hagkaup hlið við hlið, og Krónan á móti? Ég sé engan mun á því." Gylfi segir flugeldasöluna vera aðaltekjulind björgunarsveitanna enda hafi þær átt upphafið af þessari hefð. Hann segir nóg að vera í samkeppni við önnur félagasamtök, en finnst einkaaðilarnir færa sig um of upp á skaftið.
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent