Innlent

Engin lög um skilarétt

Nokkur fjöldi jólagjafa er á leið aftur í verslanir nú á milli jóla og nýárs. Skilaréttur neytenda er þó eingöngu upp á vilja verslunareigenda kominn þar sem engin lög eru til um slíkt.

Það hitta ekki allar jólagjafir í mark og stundum fær fólk tvennt og þrennt af sumum gjöfum.

Á mörgum gjöfum eru miðar sem segja til um hvenær frestur til að skila vörunni rennur út. Hér má til dæmis sjá hvernig frestur til að skila þessari kápu úr Karen Millen rennur út á gamlársdag en þessum olíum úr Kokku má í síðasta lagi skila 27. janúar. Geisladiskum úr Skífunni þarf að skila fyrir þriðja janúar.

Það eru engin lög til um skilarétt neytenda á jólagjöfum. Fyrir nokkrum árum voru settar verklagsreglur um skilarétt en verslunareigendur ráða sjálfir hvort þeir taka upp reglurnar og það er á þeirra ábyrgð að fara eftir þeim. Ekki hefur borið á örðu en þeir sem hafi þær reglur fari eftir þeim samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×