Enski boltinn

Ferguson fylgist með markatölunni

Alex Ferguson segir leikmönnum sínum að skora mest mest af mörkum.
Alex Ferguson segir leikmönnum sínum að skora mest mest af mörkum. MYND/Getty

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að einvígið við Chelsea um enska meistaratitilinn kunni að ráðast á markatölu. Þess vegna leggur Skotinn mikið upp úr því að lærisveinar hans skori nóg af mörkum.

Í augnablikinu hefur Man. Utd. talsvert forskot á Chelsea hvað markatölu varðar, eða alls 13 mörk í plús. Aukinheldur hefur Man. Utd. skorað mun fleiri mörk, eða alls 44 gegn 35 frá Chelsea.

"Markamunurinn hjálpar okkur, það er ekki spurning. Ég hef alltaf trúað því að 10-12 mörk í plús jafngildi einu stigi," segir Ferguson. "Vonandi höldum við þessum mun því hann er ákveðið öryggisnet fyrir okkar lið," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×