Enski boltinn

Man. Utd. með fjögurrra stiga forystu

Ronaldo er í svakalegu formi um þessar mundir. Hér sést hann fagna síðara marki sínu gegn Wigan í dag ásamt liðsfélögum sínum.
Ronaldo er í svakalegu formi um þessar mundir. Hér sést hann fagna síðara marki sínu gegn Wigan í dag ásamt liðsfélögum sínum. MYND/Getty

Manchester United er komið með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Man. Utd. lagði Wigan örugglega af velli á heimavelli sínum, 3-1, en Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Reading í dag. Liverpool beið í lægri hlut gegn Blackburn.

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo breytti gangi leiksins á Old Trafford í dag en hann byrjaði á varamannabekknum ásamt fleiri leikmönnum sem venjulega eiga fast sæti í byrjunarliði Alex Ferguson. Leikur Man. Utd. var ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik og því tók skoski þjálfarinn til þess ráðs að setja Ronaldo inn á. Hann þakkaði traustið með því að skora tvö mörk á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks. Ole Gunnar Solskjær bætti síðan við þriðja markinu á 59. mínútu en Leighton Baines minnkaði muninn á 90. mínútu úr vítaspyrnu.

Sigurhrinu Liverpool lauk á Ewood Park í Blackburn í dag en þar var það Benni McCarthy sem skoraði eina mark leiksins. Bolton og Portsmouth unnu hins vegar sína leiki í dag og komast þar með upp fyrir Liverpool á stigatöflunni. Fari svo að Arsenal sigri Watford í kvöldleiknum dettur Liverpool síðan niður í 6. sætið.

Man. City vann góðan útisigur á Sheffield United en Everton og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×