Innlent

Árleg jólabrenna fór út um þúfur

Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið og leysti upp samkomuna. Fólkið hafði safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé skammt frá sundlauginni. Þar var hlaðið upp balkesti með spýtnabraki og ýmsu drasli, eldfimum vökva skvett á og síðan kveikt í.

Bálið varð þó aldrei mikið því lögreglan handtók 21 árs pilt á staðnum eftir að hann hafði skvett vökvanum eldfima á bálköstinn þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu um að slíkt væri bannað. Piltur var færður til lögreglustöðvar en honum síðan sleppt eftir skýrslutöku. Maðurinn ungi má búast við sekt fyrir uppátækið, að sögn lögreglu.

Veitingamaður einn í Grindavík hugðist nýta sér stemmninguna og hafði skemmtistað sinn opinn, þrátt fyrir að slíkt sé bannað á Jóladag, en árvökulir lögreglumenn veittu því athygli og var veitingamanninum gert að slíta skemmtuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×