Enski boltinn

Hahnemann: Allt er mögulegt

Marcus Hahnemann finnst ótrúlegt að konan hans sé ennþá með sér eftir 11 ára hjónaband.
Marcus Hahnemann finnst ótrúlegt að konan hans sé ennþá með sér eftir 11 ára hjónaband. MYND/Getty

Marcus Hahnemann, markvörður Reading, segir að nýliðarnir ætli sér að koma á óvart í heimsókn sinni til Stamford Bridge á morgun. Reading sækir þá meistara Chelsea heim, en þar hefur liðið ekki enn tapað undir stjórn Jose Mourinho, og nokkrum dögum síðar heimsækir Reading Old Trafford.

"Okkur langar að vera fyrsta liðið sem sigrar Mourinho á heimavelli hans og við trúum því að við getum það," segir Hahnemann og líkti stöðunni við hjónaband sitt. "Allt er mögulegt. Konan mín er ennþá með mér eftir 11 ára hjónaband svo að sex stig úr þessum tveimur leikjum er alls ekki ómögulegt," sagði Hahnemann og hló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×