Enski boltinn

Niðurstöður úr spillingarmálinu birtar í dag

Sam Allardyce hjá Bolton er einn þeirra sem sakaðir voru um að taka við mútugreiðslum
Sam Allardyce hjá Bolton er einn þeirra sem sakaðir voru um að taka við mútugreiðslum NordicPhotos/GettyImages

Lord Stevens, maðurinn sem rannsakaði meinta spillingu í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttar sem sýndur var í breska sjónvarpinu í sumar, mun í dag afhjúpa skýrslu um ítarlega rannsókn sína í dag. Þar kemur í ljós hvort stjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa gerst sekir um að taka við mótugreiðslum frá umboðsmönnum leikmanna og ljóst að mikið fjaðrafok verður í deildinni ef einhverjir verða fundnir sekir.

Breskir fjölmiðlar segja þó ólíklegt að nöfn manna sem viðriðnir eru málið verði birt á þessu stigi málsins, en það kemur væntanlega í ljós í dag hvort málið er eins alvarlegt og haldið var fram í sjónvarpsþættinum Panorama sem sýndur var í sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×