Innlent

Viðræður um varnarsamstarf í fullum gangi

Viðræður um varnarsamstarf Íslands og Danmerkur hófust í Kaupmannahöfn í morgun og verður fram haldið í Reykjavík í febrúar. Fundað verður um varnarsamstarf með Norðmönnum á morgun og á næsta ári síðan rætt við Breta og Kanadamenn.

Það var á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi í nóvember sem Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, ræddi við starfsbræður sína frá Bretlandi, Danmörku, Kanada og Noregi um hugsanlegt samstarf á sviði varnar- og öryggismála. Ákveðið var að efna til viðræðna og hófst fyrsta lotan í Kaupmannahöfn í gær. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, fór fyrir viðræðunefndinni sem ræddi við Dani.

Grétar Már segir fundinn hafa verið gagnlegan og rætt verði frekar um sameiginlega fleti á samstarfi. Hann sagði boðað til frekari fundar í Reykjavík í febrúar. Grétar Már segir samstarf við aðrar þjóðir í varnarmálum byggja á fyrirliggjandi samkomulagi við Bandaríkjamenn.

Norðmenn koma til landsins í kvöld og funda með ráðherra í fyrramálið. Þeir munu meðal annars skoða varnarsvæðið í Keflavík. Auk þess að ræða við Dani og Norðmenn er fundir fyrirhugaðir með Bretum og Kanadamönnum á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×