Guðmundur í Byrginu látið af störfum 18. desember 2006 18:43 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. Guðmundur sagði frá því að náinn vinur hans tæki við starfi forstöðumanns meðan á rannsókn stæði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sakaði hann ritstjóra Kompáss um að hafa haldið Jóa og Guggu, sem hann kvað meginheimildarmenn þáttarins, uppi á eiturlyfjum til að ná fram upplýsingum. Þá sakaði hann ónefnda menn um að hafa reynt að múta sér til að þvo peninga. Því hafi hann svarað að hann þvæði sálir en ekki peninga. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og læknir hjá Byrginu sagði í samtali við fréttastofu í dag að þær ásakanir sem fram komu í Kompási í gær, væru reiðarslag. Matthías Halldórsson núverandi landlæknir segir óforsvaranlegt að kristileg samtök reki svona heimili. Svo virðist sem hver sem er geti stofnað og rekið meðferðarheimili án eftirlits. Meðferðarheimilið Byrgið er þannig ekki á forræði Félagsmálaráðuneytisins. Ekki heldur heilbrigðisráðuneytisins og ekki háð eftirliti landlæknisembættisins enda hvorki sjúkrahús né heilbrigðisþjónusta. Samkvæmt þeim upplýsingum fréttastofu væri það á hendi stjórnar sjálfseignastofnunarinnar Byrgisins að setja sér lög um faglegt eftirlit. Þessi stjórn finnst ekki. Landlæknir segir afleitt að hið opinbera hafi ekki strangt eftirlit með meðferðarheimilum á borð við Byrgið. Ríkið rak áður Gunnarsholt sem gegndi samskonar hlutverki og Byrgið en hætti því. Landlæknir segir slæmt að Gunnarsholt hafi verið lagt niður. Landlæknir bendir á að Byrgið hafi ekki leyfi til að lækna fólk eða afeitra - til þess þurfi samkvæmt lögum sérstakt leyfi heilbrigðisráðherra - sem Byrgið hefur ekki. Fari afeitrun þar fram - þá sé það lögbrot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu keypti eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím, sem Guðmundur stofnaði, fimm sumarhúsalóðir við Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi á síðasta ári. Þetta eru hefðbundnar 7500 fermetra sumarhúaslóðir. Eitt hús er þegar risið og þar býr Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni. Tvö til viðbótar eru í smíðum og munu vera handa öðrum starfsmönnum Byrgisins. Eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím er skráð á blokkaríbúð í Hafnarfirði sem áður var í eigu Guðmundar og konu hans en er nú skráð á son þeirra. Fyrir lóðirnar greiddi Úrím og Túmmím gangverð. Þá hafa menn á vegum Byrgisins keypt 10 hektara land við Búrfellsveg sem kallast Lyngholt. Þar er nú verið að skipuleggja 15 sumarhúsalóðir. Á sama tíma hafa talsmenn Byrgisins haft sig í frammi við að afla peninga fyrir meðferðarheimilið og fengið vel á þriðja hundrað milljóna króna frá hinu opinbera á síðustu árum. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. Guðmundur sagði frá því að náinn vinur hans tæki við starfi forstöðumanns meðan á rannsókn stæði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sakaði hann ritstjóra Kompáss um að hafa haldið Jóa og Guggu, sem hann kvað meginheimildarmenn þáttarins, uppi á eiturlyfjum til að ná fram upplýsingum. Þá sakaði hann ónefnda menn um að hafa reynt að múta sér til að þvo peninga. Því hafi hann svarað að hann þvæði sálir en ekki peninga. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og læknir hjá Byrginu sagði í samtali við fréttastofu í dag að þær ásakanir sem fram komu í Kompási í gær, væru reiðarslag. Matthías Halldórsson núverandi landlæknir segir óforsvaranlegt að kristileg samtök reki svona heimili. Svo virðist sem hver sem er geti stofnað og rekið meðferðarheimili án eftirlits. Meðferðarheimilið Byrgið er þannig ekki á forræði Félagsmálaráðuneytisins. Ekki heldur heilbrigðisráðuneytisins og ekki háð eftirliti landlæknisembættisins enda hvorki sjúkrahús né heilbrigðisþjónusta. Samkvæmt þeim upplýsingum fréttastofu væri það á hendi stjórnar sjálfseignastofnunarinnar Byrgisins að setja sér lög um faglegt eftirlit. Þessi stjórn finnst ekki. Landlæknir segir afleitt að hið opinbera hafi ekki strangt eftirlit með meðferðarheimilum á borð við Byrgið. Ríkið rak áður Gunnarsholt sem gegndi samskonar hlutverki og Byrgið en hætti því. Landlæknir segir slæmt að Gunnarsholt hafi verið lagt niður. Landlæknir bendir á að Byrgið hafi ekki leyfi til að lækna fólk eða afeitra - til þess þurfi samkvæmt lögum sérstakt leyfi heilbrigðisráðherra - sem Byrgið hefur ekki. Fari afeitrun þar fram - þá sé það lögbrot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu keypti eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím, sem Guðmundur stofnaði, fimm sumarhúsalóðir við Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi á síðasta ári. Þetta eru hefðbundnar 7500 fermetra sumarhúaslóðir. Eitt hús er þegar risið og þar býr Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni. Tvö til viðbótar eru í smíðum og munu vera handa öðrum starfsmönnum Byrgisins. Eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím er skráð á blokkaríbúð í Hafnarfirði sem áður var í eigu Guðmundar og konu hans en er nú skráð á son þeirra. Fyrir lóðirnar greiddi Úrím og Túmmím gangverð. Þá hafa menn á vegum Byrgisins keypt 10 hektara land við Búrfellsveg sem kallast Lyngholt. Þar er nú verið að skipuleggja 15 sumarhúsalóðir. Á sama tíma hafa talsmenn Byrgisins haft sig í frammi við að afla peninga fyrir meðferðarheimilið og fengið vel á þriðja hundrað milljóna króna frá hinu opinbera á síðustu árum.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira