Erlent

Réttarhöld yfir Hussein halda áfram

MYND/Reuters

Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, vegna ákæru um þjóðarmorð á Kúrdum seint á níunda áratug síðustu aldar héldu áfram í morgun eftir 11 daga hlé.

Hussein er ásamt sex öðrum sakaður um að hafa fyrirskipað morð á um 180 þúsund Kúrdum á árunum 1987-1988 þegar her Saddams barðist gegn aðskilnaðarsinnum úr röðum Kúrda. Allir sakborningarnir hafa neitað því að hafa framið stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni og Saddam og einn annar úr röðum ákærðu neita sömuleiðis ásökunum um þjóðarmorð.

Ef mennirnir verða sakfelldir er hugsanlegt að þeirra bíði dauðadómur en þegar hefur verið kveðinn upp dauðadómur yfir forsetanum fyrrverandi vegna morðs á nærri 150 Írökum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að honum var sýnt þar banatilræði. Þeim dómi var áfrýjað til æðri dómstóls og er búist við niðurstöðu í því máli snemma í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×