Erlent

Að minnsta kosti 17 fallnir í árásum í Írak í morgun

Frá vettvangi bílsprengjuárásarinnar í Bagdad í morgun.
Frá vettvangi bílsprengjuárásarinnar í Bagdad í morgun. MYND/AP

Að minnsta kosti sautján hafa fallið í tveimur bílsprengjuárásum í Írak í morgun. Tíu létust og 25 særðust þegar bílsprengja sprakk í úthverfi sjía í Bagdad-borg í morgun nærri stað þar sem verkamenn koma saman og leita vinnu. Írakar eru margir hverjir hættir að sækja slíka staði enda hafa sjálfsmorðsárásarmenn í auknum mæli beint árásum sínum á þá.

Í seinni árásinni ók sjálfsmorðsárásarmaður bíl sínum inn í herstöð í Norður-Írak og þar létust að minnsta kosti sjö hermenn. Í gær létust um 70 manns í sprengjuárás í miðborg Bagdad og hefur vaxandi mannfall í Írak undanfarna mánuði aukið þrýsting á bandarísk stjórnvöld að breyta stefnu sinni í Írak. Þau eru þegar byrjuð að huga að því en í gær tilkynnti Hvíta húsið að ný stefna yrði ekki kynnt fyrr en eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×