Enski boltinn

Stóð aldrei til að fara til Barcelona

Henrik Larsson
Henrik Larsson NordicPhotos/GettyImages

Sænski framherjinn Henrik Larsson byrjar að æfa með Manchester United á sunnudaginn en félagið gekk á dögunum frá lánssamningi við hann frá sænska liðinu Helsingborg. Larsson neitar því að til hafi staðið að fara til Barcelona eins og spænskir fjölmiðlar höfðu haldið fram í haust.

"Spænskir fjölmiðlar héldu því margir fram að Barcelona hefði haft mikinn áhuga á að fá mig í sínar raðir, en ég talaði við vin minn hjá félaginu og þetta var allt bull. Ég ætlaði aldrei að fara aftur til Barcelona og átti aldrei í viðræðum við félagið um að snúa aftur," sagði Larsson sem verður löglegur með Manchester United í janúar og spilar með liðinu sem lánsmaður fram í mars þegar keppni hefst á ný í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×