Innlent

Beint samband milli barnabóta og barnafátæktar

Útgjöld til barnabóta hafa lækkað um helming, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu - bæturnar hafa líka lækkað að raungildi. Ástandið hér er til skammar fyrir íslenskt samfélag, segir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins.

Tekjutenging barnabóta er afar fátíð í heiminum. Ísland eitt norðurlandanna skerðir barnabætur ef tekjur foreldra fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. Þau eru 60 þúsund krónur á mánuði. Það er langt undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði.

Stefán Ólafsson prófessor við félagsvísindadeild Háskóla íslands segir afar fáa, ef einhverja, fá óskertar barnabætur hér á landi. Hann segir ísland mikinn eftirbát hinna norðurlandanna , en hér er meðalupphæð barnabóta einungis 60% af því sem gerist þar. Rannsóknir erlendis sýna að beint samband er milli upphæðar barnabóta og umfangs barnafátæktar. Þar sem barnabætur eru hærri, er minna um barnafátækt.

Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða krossinum segir hvers konar tekjutengingu varðandi bætur slæma og geti stuðlað að því að fólk sitji fast í sömu aðstæðum.

Kristján segir hættuna vera þá að börn sem alast upp við fátækt séu líklegri til að búa áfram við þær aðstæður og búa sínum börnum sömu skilyrði þannig geti fátækt erfst milli kynslóða þar sem fólk festist í ákveðnum vítahring, fáktækt hafi áhrif á sjálfsmynd einstaklingsins og félagsleg einangrun geti fylgt.

Hann segir ástandið alls óásættanlegt of að samfélagið í heild þurfi að takast á við vandamálið

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×