Enski boltinn

Bolton burstaði West Ham

Kevin Davies skorar hér fyrsta mark Bolton gegn lánlausum West Ham mönnum
Kevin Davies skorar hér fyrsta mark Bolton gegn lánlausum West Ham mönnum NordicPhotos/GettyImages

Bolton burstaði West Ham 4-0 í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem þeir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon sátu þungir á brún meðal áhorfenda og horfðu upp á lið sitt tapa enn eina ferðina.

Kevin Davies skoraði tvö mörk fyrir Bolton í dag og þeir Nicolas Anelka og El Hadji Diouf sitt markið hvor. Sigur Bolton var fyllilega verðskuldaður og ljóst að Alan Pardew bíður mjög erfitt verkefni að rífa lið West Ham upp úr þeirri erfiðu lægð sem liðið er komið í.

West Ham er í 18. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með aðeins 14 stig í 17 leikjum og hefur liðið ekki skorað mark á útivelli síðan í lok ágúst. Bolton er hinsvegar komið aftur í fimmta sæti með 27 stig eftir 17 leiki og er í ágætum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×