Innlent

Sakar stjórnarliða um lágkúru og lýðskrum í vegamálum

Heitar umræður urðu við upphaf þingfundar á Alþingi í morgun um vegamál. Ráðherrar og þingmenn komu upp í röðum og lýstu nauðsyn þess að tvöfalda Suðurlandsveg. Formaður Vinstri - grænna minnti stjórnarliða hins vegar á að þeir hefðu á sama tíma staðið fyrir sex milljarða króna niðurskurði á vegaframlögum.

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarmanna, hóf umræðuna með athugasemd um að vegamálastjóri hefði sagt í vikunni að tvöföldun Suðurlandsvegar kostaði allt að tólf milljarða króna þegar áður hafði verið nefnt að kostnaður væri sjö til átta milljarðar.

Samgönguráðherra sagði að kostnaður gæti leikið á stóru bili eftir útfærslu. Þingmenn og ráðherrar komu nú upp í röðum og lýstu þverpólitískri samstöðu og nauðsyn þess að ráðast í verkefnið sem allra fyrst.

Formaður Vinstri - grænna sakaði stjórnarliða hins vegar um lágkúru og lýðsskrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×