Innlent

Á þriðja hundrað barna bíður eftir greiningu

MYND/Stefán

71 barn á leikskólaaldri og 124 börn á grunnskólaaldri bíða eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins samkvæmt svari sem Magnús Stefánsson gaf á Alþingi í dag við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Fram kom í máli ráðherra að meðalbiðtími leikskólabarna eftir greiningu hjá stöðinni væri 257 dagar en hann hefði verið allt að 574 dagar eða hátt í tvö ár. Þá er meðalbiðtími grunnskólabarna 235 dagar en dæmi væri um að börn hefðu þurft að bíða eftir greiningu í yfir 1200 daga sem er á fjórða ár. Ásta Ragnheiður sagði ástandið algörlega óþolandi en ráðherra benti á að tilvísunum til ráðgjafarmiðstöðvarinnar hefði fjölgað úr 150 árið 1999 í um 250 á þessu ári og starfsemi stöðvarinnar hefði þegar verið styrkt með auknu fjármagni. Til að mynda myndi starfsfólki fjölga í 43 á næsta ári en þeir hafi verið 31 árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×