Vildu hækka eigin kjör um 75% 5. desember 2006 18:46 Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% launahækkun til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Framsóknarmenn í Árborg segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu með Framsóknarmönnum vegna óeðlilegar afgreiðslu á skipulagstillögu Eðalhúsa ehf gagnvart svokölluðum Sigtúnsreit á miðbæjarsvæðinu. Sjálfstæðismenn segja ekkert óeðililegt við fyrirhugaða afgreiðslu tillögunnar á föstudag - sama dag og frestur til að skila inn tillögum í arkítektasamkeppni alls miðbæjarins rann út. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðismönnum er bent á að framsóknarmenn hafi samþykkt á fundi fyrir hálfum öðrum mánuði að afgreiða með jákvæðum hætti tillögu um Sigtúnsreitinn á föstudaginn. Sú afgreiðsla eigi því fráleitt að koma þeim í opna skjöldu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið talið rétt að Eðalhús, eigandi Sigtúnsreits hefði jafnræði við Miðjuna ehf - sem standi að samkeppninni. En báðir eiga byggingarrétt innan samkeppnissvæðisins. Greint frá fullyrðingum um óeðilileg hagsmunatengsl á milli Eðalhúsa og sjálfstæðismanna í fréttum í gær. Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði aðspurður í fréttum í gær um tengsl milli Eðalhúsa og Leós Árnasonar, fyrrverandi eiganda Sigtúnsreitsins, og tengsl Leós við Eyþór Arnalds, að þau tengsl væru augljós. Hann tekur fram í dag að hann hafi engar heimildir fyrir viðskiptasambandi Eyþórs og Eðalhúsa, enda aldrei haldið því fram að þau væru til staðar. Eyþór sjálfur segir að engin óeðilieg tengsl séu á milli hans og Eðalhúsa og fullyrðir að hann hafi hvergi hyglt Leó Árnasyni. Fullyrðing um að Leó hafi verið kosningastjóri hans eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfstæðismenn fullyrða svo að raunveruleg ástæða uppslita við Framsókn hafi verið andstaða gegn byggingum á öðrum reit í bænu. Sá er við Austurveg en þar hafi aðilar tengir framsókn þrýst á um afgreiðslu þrátt fyrir andstöðu íbúanna. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn. Benda þeir einnig á þar hafi Eðalhús verið fengið til framkvæmda og því afar ósannfærandi að brigsla þeim um að hygla fyrirtækinu gagnvart Sigtúnsreit. Þá standa Sjálfstæðismenn fast á því að Framsóknarmenn hafi viljað óhóflegar launahækkanir til bæjarfulltrúa. Oddviti framsónar gerði lítið úr því í gær og sagði að rætt hefði verið um14-16% hækkun. Þetta er rangt segja Sjálfstæðismenn. Launahækkunarkrafa framsóknarmanna , með hækkun á kostnaðargreiðslum hafi var miklu hærri. Samkvæmt gögnum sem Stöð 2 fékk frá Þórunni Jónu hafi til dæmis Margrét Erlingsdóttir, framsóknarflokki viljað fá 75% hækkun alls. Hefði hækkunartillaga framsóknarmanna á kjörum bæjarfulkltrúa gengið í gegn hefði það þýtt 43% hækkun á Þessu lið í bókhaldi bæjarins. Svo mikla hækkun hefðu Sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% launahækkun til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Framsóknarmenn í Árborg segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu með Framsóknarmönnum vegna óeðlilegar afgreiðslu á skipulagstillögu Eðalhúsa ehf gagnvart svokölluðum Sigtúnsreit á miðbæjarsvæðinu. Sjálfstæðismenn segja ekkert óeðililegt við fyrirhugaða afgreiðslu tillögunnar á föstudag - sama dag og frestur til að skila inn tillögum í arkítektasamkeppni alls miðbæjarins rann út. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðismönnum er bent á að framsóknarmenn hafi samþykkt á fundi fyrir hálfum öðrum mánuði að afgreiða með jákvæðum hætti tillögu um Sigtúnsreitinn á föstudaginn. Sú afgreiðsla eigi því fráleitt að koma þeim í opna skjöldu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið talið rétt að Eðalhús, eigandi Sigtúnsreits hefði jafnræði við Miðjuna ehf - sem standi að samkeppninni. En báðir eiga byggingarrétt innan samkeppnissvæðisins. Greint frá fullyrðingum um óeðilileg hagsmunatengsl á milli Eðalhúsa og sjálfstæðismanna í fréttum í gær. Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði aðspurður í fréttum í gær um tengsl milli Eðalhúsa og Leós Árnasonar, fyrrverandi eiganda Sigtúnsreitsins, og tengsl Leós við Eyþór Arnalds, að þau tengsl væru augljós. Hann tekur fram í dag að hann hafi engar heimildir fyrir viðskiptasambandi Eyþórs og Eðalhúsa, enda aldrei haldið því fram að þau væru til staðar. Eyþór sjálfur segir að engin óeðilieg tengsl séu á milli hans og Eðalhúsa og fullyrðir að hann hafi hvergi hyglt Leó Árnasyni. Fullyrðing um að Leó hafi verið kosningastjóri hans eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfstæðismenn fullyrða svo að raunveruleg ástæða uppslita við Framsókn hafi verið andstaða gegn byggingum á öðrum reit í bænu. Sá er við Austurveg en þar hafi aðilar tengir framsókn þrýst á um afgreiðslu þrátt fyrir andstöðu íbúanna. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn. Benda þeir einnig á þar hafi Eðalhús verið fengið til framkvæmda og því afar ósannfærandi að brigsla þeim um að hygla fyrirtækinu gagnvart Sigtúnsreit. Þá standa Sjálfstæðismenn fast á því að Framsóknarmenn hafi viljað óhóflegar launahækkanir til bæjarfulltrúa. Oddviti framsónar gerði lítið úr því í gær og sagði að rætt hefði verið um14-16% hækkun. Þetta er rangt segja Sjálfstæðismenn. Launahækkunarkrafa framsóknarmanna , með hækkun á kostnaðargreiðslum hafi var miklu hærri. Samkvæmt gögnum sem Stöð 2 fékk frá Þórunni Jónu hafi til dæmis Margrét Erlingsdóttir, framsóknarflokki viljað fá 75% hækkun alls. Hefði hækkunartillaga framsóknarmanna á kjörum bæjarfulkltrúa gengið í gegn hefði það þýtt 43% hækkun á Þessu lið í bókhaldi bæjarins. Svo mikla hækkun hefðu Sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira