Tímamót við Kárahnjúkavirkjun 5. desember 2006 12:58 Búið er að opna aðrennslisgöngin sem ætlað er að flytja Jöklu úr Hálslóni yfir í stöðvarhúsið í Fljótsdal. Borað var í gegnum síðasta haft ganganna klukkan hálf ellefu í morgun. Bilun varð í einum bornum í gær sem varð til þess að opnun gagnanna seinkaði. Gert var við borinn í nótt og að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar, gekk allt ljómandi vel í morgun. Borarnir hittust ekki nákvæmlega heldur var um sjötíu sentímetra skekkja. Þegar síðasta haftið var brotið í morgun braust út mikill fögnuður meðal viðstaddra. Bæði kínverskir og ítalskir bormenn réðu sér vart af kæti og veifuðu ákaft þjóðfánum sínum. Yfirmenn Landsvirkjunar á svæðinu telja í raun um stærsta áfanga virkjunarframkvæmdanna að ræða en aðeins gangsetning virkjunarinnar telst meiri tímamót. Ástæðan er sú að jarðgangagerðin er bæði dýrasti verkþátturinn og um leið sá sem mest óvissa var um. Þrír risaborar hafa í tvö og hálft ár borað neðanjarðargöng sem hafa munu það hlutverk að flytja stórfljót Austurlands tugi kílómetra. Bor eitt lagði af stað frá fjallsbrún ofan stöðvarhússins í Fljótsdal og boraði 14,7 kílómetra en verkefni hans lauk í haust. Bor tvö var settur inn á miðri leið til að bora í átt að Hálslóni og á hann 10,3 kílómetra að baki. Bor þrjú hefur séð um legginn frá Hálslóni og er búinn með 14,6 kílómetra. Við sýnum myndir frá því þegar borað var í gegnum síðasta haft ganganna í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30. Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Búið er að opna aðrennslisgöngin sem ætlað er að flytja Jöklu úr Hálslóni yfir í stöðvarhúsið í Fljótsdal. Borað var í gegnum síðasta haft ganganna klukkan hálf ellefu í morgun. Bilun varð í einum bornum í gær sem varð til þess að opnun gagnanna seinkaði. Gert var við borinn í nótt og að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar, gekk allt ljómandi vel í morgun. Borarnir hittust ekki nákvæmlega heldur var um sjötíu sentímetra skekkja. Þegar síðasta haftið var brotið í morgun braust út mikill fögnuður meðal viðstaddra. Bæði kínverskir og ítalskir bormenn réðu sér vart af kæti og veifuðu ákaft þjóðfánum sínum. Yfirmenn Landsvirkjunar á svæðinu telja í raun um stærsta áfanga virkjunarframkvæmdanna að ræða en aðeins gangsetning virkjunarinnar telst meiri tímamót. Ástæðan er sú að jarðgangagerðin er bæði dýrasti verkþátturinn og um leið sá sem mest óvissa var um. Þrír risaborar hafa í tvö og hálft ár borað neðanjarðargöng sem hafa munu það hlutverk að flytja stórfljót Austurlands tugi kílómetra. Bor eitt lagði af stað frá fjallsbrún ofan stöðvarhússins í Fljótsdal og boraði 14,7 kílómetra en verkefni hans lauk í haust. Bor tvö var settur inn á miðri leið til að bora í átt að Hálslóni og á hann 10,3 kílómetra að baki. Bor þrjú hefur séð um legginn frá Hálslóni og er búinn með 14,6 kílómetra. Við sýnum myndir frá því þegar borað var í gegnum síðasta haft ganganna í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30.
Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira