Tónlist

Sálmar jólanna

Sigurður Flosason og
Gunnar Gunnarsson
Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju heldur áfram fimmtudaginn 7. desember kl. 20 þegar Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson flytja spuna um þekkt jólalög og Jólasálmar á saxófón og orgel.

Tónleikarnir eru upphaf viðamikillar sálmadagskrár á 25. afmælisári Listvinafélags Hallgrímskirkju þar sem efnt er til átta tónleika allt afmælisárið með sálmadagskrám margra af fremstu tónlistarmönnum Íslendinga.

Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi sálmsins í listrænni tjáningu innan kirkjunnar, allt frá því að Lúther gaf sálminum þýðingarmikið hlutverk, bæði til fræðslu og til að efla helgihald.

Í tengdum skjölum má finna fréttatilkynnigu um viðburðinn í wordskjali og dagskrá Listvinafélagsins í pdf-skjali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.