Enski boltinn

Baros vantar mikið upp á sjálfstraustið

Milan Baros leikur ævinlega betur með tékkneska landsliðinu heldur en félagsliði sínu.
Milan Baros leikur ævinlega betur með tékkneska landsliðinu heldur en félagsliði sínu. MYND/AFP

Milan Baros getur orðið frábær fyrir Aston Villa – ef hann nær að vinna aftur upp sjálfstraustið sem hann hefur skort svo mánuðum skiptir. Þetta segir Martin O´Neill, stjóri Villa.

Baros hefur átt við meiðsli að stríða í upphafi leiktíðar sem hann varð fyrir í leik með Tékkum á HM í sumar. Hann skoraði 12 mörk á síðustu leiktíð fyrir félag sitt og var þá markahæstur en í ár hefur hann ekki verið eins öflugur upp við mark andstæðinganna.

“Það sem Baros vantar er hugsunin: Ég ætla að fara framhjá þessum leikmönnum. Hann þarf að finna aftur þessa tilfinningu sem hann hafði þegar hann var upp á sitt besta hjá Liverpool – þegar hann var einn besti framherji landsins. Sjálfstraust er gríðarlega mikilvægt,” segir O´Neill.

”Baros spilar ævinlega vel með landsliðinu en hann þarf að finna það sjálfstraust þegar hann spilar með félagsliði sínu. Ég hef ekki séð bestu hliðar Baros hjá Aston Villa og hann veit það sjálfur. En ég hef fulla trú á að hann sýni hvað hann getur síðar í vetur.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×