Enski boltinn

Saha segir Ferguson hafa bjargað ferli sínum

Louis Saha hefur glímt við ótal mörg og mismunandi meiðsli á síðustu misserum.
Louis Saha hefur glímt við ótal mörg og mismunandi meiðsli á síðustu misserum. MYND/Getty Images

Louis Saha, framherji Manchester United, hefur greint frá því að hann hafði komist mjög nálægt því að leggja skóna á hillunna fyrir ekki löngu síðan en að Alex Ferguson hefði fengið hann ofan af því með sínum sannfæringarkrafti.

Saha hefur spilað mjög vel það sem af er leiktíð og virðist njóta þess til botns að vera laus við öll þau meiðsli sem hafa hrjáð hann síðustu ár. “Þessi endalausu meiðsli fara gríðarlega í sálina,” segir Saha.

“Á tímapunkti hélt ég að þetta væri endastöð fyrir mig, það vildi enginn þjálfari hafa leikmann í mínu ástandi í sínu liði. Alltaf þegar ég byrjaði aftur eftir meiðsli meiddist ég aftur. Ég var mjög langt niðri um tíma.”

Saha kveðst ekki geta þakkað stjóra sínum nægilega mikið fyrir það traust sem hann sýndi sér. “Hann sagði við mig: “Louis, þú munt ná þér. Við treystum á þig.” Ég gleymi því aldrei þegar hann sagði þetta. Þetta varð til þess að ég fékk aukin kraft í endurhæfingunni og náði að koma mér á rétt ról.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×