Innlent

Ólæti og fíkniefni í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði

Lögreglan lagði hald á 30 grömm af amfetamíni.
Lögreglan lagði hald á 30 grömm af amfetamíni. MYND/Vísir

Lögreglan í Hafnarfirði þurfti að sinna fjölda útkalla um helgina þar sem talsvert var um skemmdaverk, pústra og ölvun. Rúður í húsum og bílum voru brotnar. Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar um helgina en í einu tilviki leikur grunur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan lagði hald á 30 grömm af amfetamíni.

Tvö innbrot voru tilkynnt á föstudaginn til lögreglunnar. Annað í nýbyggingu við Birkiás í Garðabæ en þar var stolið talsverðu af verkfærum. Hitt var í heimahús í Hafnarfirði þar sem stolið var sjónvarpsflatskjá.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×