Enski boltinn

Liverpool fer á kostum

Xabi Alonso er mættur aftur í byrjunarlið Liverpool og munar þá um minna.
Xabi Alonso er mættur aftur í byrjunarlið Liverpool og munar þá um minna. MYND/Getty Images

Leikmenn Liverpool hafa heldur betur kvatt útivallardrauginn því nú þegar flautað hefur verið hálfleiks í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefur liðið 4-0 forystu gegn Wigan á útivelli. Craig Bellamy hefur skorað tvö marka Liverpool.

Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem hefur 1-0 yfir gegn Bolton. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem er undir gegn Blackburn, 2-0, og það sama á við um Hermann Hreiðarsson sem stendur í vörn Charlton gegn Sheffield United. Þar hefur Charlton 1-0 forystu á útivelli.

Aston Villa hefur 1-0 forystu gegn Portsmouth en Gareth Barry skoraði markið úr vítaspyrnu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag; Arsenal sigraði Tottenham 3-0, en klukkan 17:15 tekur Middlesbrough á móti Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×