Enski boltinn

Arsenal valtaði yfir Tottenham

Thierry Henry var í sínu fínasta pússi á varamannabekknum og lifði sig vel inn í leikinn. Hér sést hann fagna marki Emanuel Adebayor í fyrri hálfleik.
Thierry Henry var í sínu fínasta pússi á varamannabekknum og lifði sig vel inn í leikinn. Hér sést hann fagna marki Emanuel Adebayor í fyrri hálfleik. MYND/Getty Images

Arsenal vann afar sannfærandi sigur á Tottenham í háegisleik ensku úrvalsdeildarinnar sem var að ljúka rétt í þessu. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Arsenal þar sem Gilberto Silva skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum.

Emanuel Adebayor skoraði fyrsta markið á 20. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Tottenham og lagði boltann örugglega fram hjá Paul Robinson í markinu. Á 41. mínútu skoraði Gilberto fyrra vítaspyrnumark sitt eftir að brotið hafði verið á Tomas Rosicky. Á 72. mínútu bætti hann við öðru marki eftir að brotið hafði verið á Robin van Persie.

Fyrir leikinn hafði Arsenal tapað tveimur leikjum í röð en það var ekki að sjá að liðinu skorti sjálfstraust á Emirates-leikvanginum nýja í dag. Leikmenn liðsins léku við hvern sinn fingur, þrátt fyrir að Thierry Henry væri fjarverandi vegna meiðsla, og var sigurinn afar verðskuldaður. Áðurnefndur Henry var klæddur í jakkaföt á varamannabekknum og fagnaði mörkum Arsenal á innilegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×