Enski boltinn

Graham segir Arsenal skorta reynslu

Arsene Wenger er sigurviss fyrir leikinn gegn Tottenham í dag en þarf að þola gagnrýni frá fyrrum stjóra Arsenal.
Arsene Wenger er sigurviss fyrir leikinn gegn Tottenham í dag en þarf að þola gagnrýni frá fyrrum stjóra Arsenal.

George Graham, fyrrverandi stjóri Arsenal og Tottenham, sem leiða saman hesta sína í hádegisslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, segir lið Arsenal skorta einfaldlega skorta reynslu. Þess vegna hafi liðið ekki náð upp stöðugleika í leik sínum það sem af er vetri.

"Arsenal hefur misst Ashley Cole, Sol Campbell, Lauren, Patrick Vieira, Edu, Robert Pires og Dennis Bergkamp," segir Graham og bætt við: "Ekki segja mér að Wenger ætli að leysa þessa leikmenn af með unglingum og ætlast til að ná sömu úrslitum."

Graham sagði Thierry Henry vera eina stóra leikmanninn sem eftir er í herbúðum Arsenal sem yngri leikmenn gætu litið upp til. "Áður höfðu yngri leikmennirnir líka Bergkamp og þeir höfðu líka Veira. Það vantar leiðtogana í Arsenal. Henry er sá eini í hópnum í dag en mitt mat er að lið þurfi að hafa að minnsta kosti fjóra leiðtoga," segir Graham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×