Enski boltinn

Ferguson ánægður með Adu

Freddy Adu
Freddy Adu NordicPhotos/GettyImages

Unglingurinn Freddy Adu hefur nú lokið tveggja vikna reynslutímabili sínu í herbúðum Manchester United og heldur nú aftur heim til Bandaríkjanna. Þessi efnilegi og Afríkuættaði Bandaríkjamaður verður ekki 18 gamall fyrr en á næsta ári og getur ekki sótt um atvinnuleyfi í Bretlandi fyrr en hann nær þeim aldri.

"Freddy hefur staðið sig mjög vel og er hæfileikaríkur drengur. Han fer nú aftur til Bandaríkjanna, en við munum sjá hvað setur með hann þegar hann verður orðinn 18 ára," sagði Ferguson og útilokar ekki að United geri tilboð í hann á næsta ári.

Adu er semningsbundinn DC United í Bandaríkjunum og er yngsti leikmaður sem spilað hefur landsleik fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Reading á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×