Erlent

Segjast hafa sannanir fyrir stuðningi Írana við uppreisnarmenn í Írak

MYND/AP

Bandarísk stjórnvöld segjast hafa fundið sannanir fyrir því að Íranar styðji uppreisnarmenn í Írak með því að útvega þeim vopn úr írökskum verksmiðjum. Þetta hefur fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC eftir heimildarmönnum sínum.

Á vef ABC kemur fram að hersveitir í Írak hafi nýlega lagt hald á vopn sem framleidd hafi verið í Íran á þessu ári. Segja heimildarmenn ABC þetta benda til þess að vopnunum hafi verið komið beint frá verksmiðjunum til andófsmanna úr röðum sjía í stað þess að þau séu seld á svartamarkaði. Segja heimildarmennirnir enn fremur að útilokað sé að þetta hafi verið gert án samþykkis Íransstjórnar.

Þá er einnig talið að byltingarvörðurinn í Íran hafi þjálfað írakska uppreisnarmenn og auk þess bendir ýmislegt til þess að sögn bandarískra sjtórnvalda að menn úr Mehdi-hersveitum sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs fari til Líbanons þar sem Hizbollah-samtökin þjálfa þá til átaka. Telur leyniþjónusta Bandaríkjanna að Medhi-sveitirnar telji nú um 40 þúsund manns sem sé sérlega öflugur her.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×