Þagnar rokkið? 30. nóvember 2006 16:18 Tónlistarþróunarmiðstöðin við Hólmaslóð. Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga. Um 50 hljómsveitir leigja sér æfingaaðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson settu á laggirnar fyrir nærri fjórum árum við Hólmaslóð í Reykjavík og aðrar 50 eru á biðlista. Reksturinn er í járnum og nú fyrir skömmu neyddust þeir til að selja húsnæðið sem verður afhent um áramót. Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina um 2,8 milljónir að meðaltali á ári eða um ellefu milljónir alls og fengið af þeim fjórar komma fimm til baka í fasteignagjöld. Þá skuldar miðstöðin borginni hafnargjöld því rokkaramiðstöðin er skilgreind sem hafnsækin starfsemi. Daniel segir grundvallaratriði að hljómsveitir hafi vímuefnalausa og vaktaða æfingaaðstöðu þar sem þær hafa aðgang að tækjum, tólum, tónleikasal og geta sótt í reynslubrunn starfsmanna. Það er borgarinnar að styðja við þetta tómstundastarf unglinga, segir Daniel, rétt eins og íþróttir og aðra tómstundaiðju. "Við erum að biðja um 10 milljónir frá borginni á móti krökkunum sem eru að borga 12 milljónir á ári. Sem mér finnst bara sanngjarnt að borgin komi til móts við þau. Við erum búin að sýna fram á það hvað krakkarnir geta gert upp á eigin spýtur. Benjamín Mark Stacey í hljómsveitinni Sudden weather change segir Tónlistarþróunarmiðstöðina skipta sköpum fyrir tónlistarsenuna í landinu. Hann bendir á að fyrirtæki séu með sjóði til að styrkja hljómsveitir til útlanda. "En það er voða lítið vit í því að senda hljómsveit út sem hefur ekkert æft, það er eins og að senda út fótboltalið sem hefur engan heimavöll og getur ekkert æft." Og hann Ármann Ingvi Ármannsson í Who Knew var ómyrkur í máli um aðstöðuna og guðföður hennar, Daniel Pollock. "Hann er frábær maður með stórt hjarta, pönkari og meistari að mennt, hann er búinn að hjálpa okkur að gera allt sem við höfum gert hérna. Það er bara ljótt að taka þetta af okkur." Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga. Um 50 hljómsveitir leigja sér æfingaaðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson settu á laggirnar fyrir nærri fjórum árum við Hólmaslóð í Reykjavík og aðrar 50 eru á biðlista. Reksturinn er í járnum og nú fyrir skömmu neyddust þeir til að selja húsnæðið sem verður afhent um áramót. Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina um 2,8 milljónir að meðaltali á ári eða um ellefu milljónir alls og fengið af þeim fjórar komma fimm til baka í fasteignagjöld. Þá skuldar miðstöðin borginni hafnargjöld því rokkaramiðstöðin er skilgreind sem hafnsækin starfsemi. Daniel segir grundvallaratriði að hljómsveitir hafi vímuefnalausa og vaktaða æfingaaðstöðu þar sem þær hafa aðgang að tækjum, tólum, tónleikasal og geta sótt í reynslubrunn starfsmanna. Það er borgarinnar að styðja við þetta tómstundastarf unglinga, segir Daniel, rétt eins og íþróttir og aðra tómstundaiðju. "Við erum að biðja um 10 milljónir frá borginni á móti krökkunum sem eru að borga 12 milljónir á ári. Sem mér finnst bara sanngjarnt að borgin komi til móts við þau. Við erum búin að sýna fram á það hvað krakkarnir geta gert upp á eigin spýtur. Benjamín Mark Stacey í hljómsveitinni Sudden weather change segir Tónlistarþróunarmiðstöðina skipta sköpum fyrir tónlistarsenuna í landinu. Hann bendir á að fyrirtæki séu með sjóði til að styrkja hljómsveitir til útlanda. "En það er voða lítið vit í því að senda hljómsveit út sem hefur ekkert æft, það er eins og að senda út fótboltalið sem hefur engan heimavöll og getur ekkert æft." Og hann Ármann Ingvi Ármannsson í Who Knew var ómyrkur í máli um aðstöðuna og guðföður hennar, Daniel Pollock. "Hann er frábær maður með stórt hjarta, pönkari og meistari að mennt, hann er búinn að hjálpa okkur að gera allt sem við höfum gert hérna. Það er bara ljótt að taka þetta af okkur."
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira