Innlent

Atvinnusvæði á Hólmsheiði samþykkt

Rauðavatn er í efra vinstri horninu og Elliðavatn neðra vinstri horninu.
Rauðavatn er í efra vinstri horninu og Elliðavatn neðra vinstri horninu. MYND/Vísir

Tillaga að nýju atvinnusvæði á Hólmsheiði við Suðurlandsveg var samþykkt á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur í dag. Heildarstærð hins nýja athafnasvæðis er um 110 hektarar og er það á mörkum Suðurlandsvegar og Hafravatnsvegar. Markmiðið með skipulagi þessa svæðis er að tryggja stóraukið framboð atvinnulóða í borginni, en miðað er við að skipuleggja svæðið með hliðsjón af fjölbreyttum atvinnulóðum hvað varðar starfsemi, stærð og umfang.

Í fyrrgreindri tillögu að skipulagi svæðisins er lögð rík áhersla á að fella lóðir, byggingarreiti og götur að landi, umhverfi og náttúrulegum staðháttum, auk þess sem úttfærsla á

gatnakerfi mun tryggja greiða tengingu við Suðurlandsveg og Hafravatnsveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×