Innlent

Raforkuverð til almennings hækkar um 2,4 prósent um áramót

Raforkuverð til almennings á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 2,4 prósent frá áramótum. Þetta kom fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að hækkunina megi rekja til hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar um tíu prósent frá ársbyrjun 2005, en Orkuveitan kaupir um 60 prósent af rafmagni til almennings af Landsvirkjun.

Á stjórnarfundi Landsvirkjunar var jafnframt ákveðið að reka gagnaveitu fyrirtækisins í sérstöku félagi og verður gerður þjónustusamningur milli félagsins og OR. Gagnaveitan var fyrr í haust skilin frá rekstri annarra veitna en með samþykktinni í dag tekur nýtt einkahlutafélag við öllum eignum, s.s. ljósleiðara og stjórnbúnaði ljósleiðara. Með þessu er Orkuveitan að bregðast við ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar sem fór fram á fjárhagslegan aðskilnað gagnaveitu og annars veitureksturs Orkuveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×