Innlent

SVÞ gagnrýnir að verkefni séu færð frá einkafyrirtækjum til sýslumanns

MYND/Jón

Samtök verslunar og þjónustu mótmæla harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðuneytisins að fela sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli að taka við vopnaleit og öryggiseftirliti með farþegum á vellinum í stað Securitas og Öryggismiðstöðvar Íslands.

Fyrirtækin tvö hafa haft umsjón með því að leita á farþegum og í handfarangri þeirra frá því í sumar en það var í samræmi við nýja stefnu stjórnvalda að fela einkafyrirtækjum aukin verkefni.

Segir í tilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu að fyrirtækin hafi fengið hálfs árs samning og talið hafi verið að síðan yrðu verkefnin boðin út. Hins vegar hafi stjórnvöld nú ákveðið að fela sýslumanninum á Keflavíkurflugveli þessi verkefni án þess að fyrir liggi opinber úttekt á þeirri reynslu sem fengist hafi á starfi einkafyrirtækjanna né vissa fyrir því að kostnaður á ferþega verði lægri en verið hefur. Þessi ákvörðun hafi mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustuna því farþegar þurfi að greiða kostnaðinn af leitinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×