OECD spáir hækkun stýrivaxta og 20% viðskiptahalla á árinu 28. nóvember 2006 11:49 Davíð Oddsson, seðlabanakstjóri, að tilkynna vaxtahækkun í haust. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. Sagt er frá skýrslunni í Morgunkorni Glitnis. OECD segir að á Íslandi sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlit fyrir að nokkurn tíma taki að vinda ofan af því þótt um hægist í hagkerfinu á næstunni. Snarpt gengisfall á borð við það sem varð í vetrarlok geti einnig valdið usla í íslensku hagkerfi ef erlendir markaðir missa trúna á að til betri vegar horfi hérlendis. OECD spáir 1% hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5%. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári og verði að meðaltali tæplega 13% það ár. Stofnunin er einnig mun svartsýnni á þróun viðskiptajafnaðar en greining Glitnis og aðrir spáaðilar. Er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptahalli reynist ríflega 20% af vergri landsframleiðslu (VLF) á yfirstandandi ári en tæp 14% af VLF á því næsta. Hvetur OECD stjórnvöld til frekara aðhalds í útgjöldum til mótvægis við fyrirhugaða skattalækkun til að slá á innlenda eftirspurn. Raunar sér OECD hættumerki víðar á Norðurlöndum en hér á landi. Telur stofnunin að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta og aðhaldi í ríkisfjármálum í löndunum þremur. Þá telur stofnunin að nokkuð muni hægja á hjólum hagkerfisins í stærstu hagkerfum heims á næstunni og öllu meira í Japan og Bandaríkjunum en á evrusvæði. Þannig telur OECD líklegt að saman dragi með hagvaxtartakti í þessum hagkerfum og að hann verði á bilinu 2-2,4% á næsta ári. Á móti komi að vöxtur verði myndarlegur í stóru nýmarkaðsríkjunum Kína, Indlandi og Rússlandi. Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. Sagt er frá skýrslunni í Morgunkorni Glitnis. OECD segir að á Íslandi sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlit fyrir að nokkurn tíma taki að vinda ofan af því þótt um hægist í hagkerfinu á næstunni. Snarpt gengisfall á borð við það sem varð í vetrarlok geti einnig valdið usla í íslensku hagkerfi ef erlendir markaðir missa trúna á að til betri vegar horfi hérlendis. OECD spáir 1% hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5%. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári og verði að meðaltali tæplega 13% það ár. Stofnunin er einnig mun svartsýnni á þróun viðskiptajafnaðar en greining Glitnis og aðrir spáaðilar. Er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptahalli reynist ríflega 20% af vergri landsframleiðslu (VLF) á yfirstandandi ári en tæp 14% af VLF á því næsta. Hvetur OECD stjórnvöld til frekara aðhalds í útgjöldum til mótvægis við fyrirhugaða skattalækkun til að slá á innlenda eftirspurn. Raunar sér OECD hættumerki víðar á Norðurlöndum en hér á landi. Telur stofnunin að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta og aðhaldi í ríkisfjármálum í löndunum þremur. Þá telur stofnunin að nokkuð muni hægja á hjólum hagkerfisins í stærstu hagkerfum heims á næstunni og öllu meira í Japan og Bandaríkjunum en á evrusvæði. Þannig telur OECD líklegt að saman dragi með hagvaxtartakti í þessum hagkerfum og að hann verði á bilinu 2-2,4% á næsta ári. Á móti komi að vöxtur verði myndarlegur í stóru nýmarkaðsríkjunum Kína, Indlandi og Rússlandi.
Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira