Sakfellingar vegna fíkniefnabrota ellefufaldast á tólf árum 28. nóvember 2006 10:52 Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega.Brotin ná yfir þann tíma sem héraðsdómstólar landsins hafa starfað í núverandi mynd en samkvæmt lögum sem samþykkt voru 1. júlí 1992 var skilið á milli dómsvalds og umboðsvalds í héraði og átta héraðsdómstólum komið á fót.Fram kemur í tölum Hagstofunnar að langalgengustu brotin sem sakfellt er fyrir séu umferðarlagabrot og á það við um allt tímabilið. Sakfellingum vegna umferðarlagabrota fjölgaði úr 770 árið 1993 í 1.176 árið 2005 eða um 52 prósent. Sakfellingum vegna auðgunarbrota, sem eru meðal annars rán, fjárdráttur, fjársvik og þjófnaðir, fjölgaði úr 367 í 479 eða um þrjátíu prósent á tímabilinu, en ef aðeins er litið til þjófnaða fjölgaði þeim um nærri helming á árunum 1993-2005.Svipaða sögu er að segja af brotaflokknum manndráp og og líkamsmeiðingar en þar hefur sakfellingum fjölgað um 30 prósent og má rekja fjölgunina í brotaflokknum fyrst og fremst til fleiri sakfellinga vegna minni háttar líkamsmeiðinga. Sakfellingum vegna brota sem varða fjárréttindi, en þar undir heyra eignaspjöll og nytjastuldur eins og bílþjófnaður, fækkar hins vegar á tímabilinu um tæp tíu prósent.Mest fjölgun sakfellinga hefur hins vegar orðið í fíkniefnabrotum en þar hefur sakfellingum fjölgað úr 53 í 603 eða um rúmlega ellefufalt. Skiptir þá engu til hvað héraðsdómstóls er horft, alls staðar hefur orðið mikil fjölgun sakfellinga vegna fíkniefnamála.Bent er á í skýrslu Hagstofunnar að taka verði mið af þróun íbúafjölda í landinu á árunum 1993-2005 en á þeim tíma fjölgaði landsmönnum um þrettán prósent, úr tæplega 265 þúsund í 299 þúsund. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega.Brotin ná yfir þann tíma sem héraðsdómstólar landsins hafa starfað í núverandi mynd en samkvæmt lögum sem samþykkt voru 1. júlí 1992 var skilið á milli dómsvalds og umboðsvalds í héraði og átta héraðsdómstólum komið á fót.Fram kemur í tölum Hagstofunnar að langalgengustu brotin sem sakfellt er fyrir séu umferðarlagabrot og á það við um allt tímabilið. Sakfellingum vegna umferðarlagabrota fjölgaði úr 770 árið 1993 í 1.176 árið 2005 eða um 52 prósent. Sakfellingum vegna auðgunarbrota, sem eru meðal annars rán, fjárdráttur, fjársvik og þjófnaðir, fjölgaði úr 367 í 479 eða um þrjátíu prósent á tímabilinu, en ef aðeins er litið til þjófnaða fjölgaði þeim um nærri helming á árunum 1993-2005.Svipaða sögu er að segja af brotaflokknum manndráp og og líkamsmeiðingar en þar hefur sakfellingum fjölgað um 30 prósent og má rekja fjölgunina í brotaflokknum fyrst og fremst til fleiri sakfellinga vegna minni háttar líkamsmeiðinga. Sakfellingum vegna brota sem varða fjárréttindi, en þar undir heyra eignaspjöll og nytjastuldur eins og bílþjófnaður, fækkar hins vegar á tímabilinu um tæp tíu prósent.Mest fjölgun sakfellinga hefur hins vegar orðið í fíkniefnabrotum en þar hefur sakfellingum fjölgað úr 53 í 603 eða um rúmlega ellefufalt. Skiptir þá engu til hvað héraðsdómstóls er horft, alls staðar hefur orðið mikil fjölgun sakfellinga vegna fíkniefnamála.Bent er á í skýrslu Hagstofunnar að taka verði mið af þróun íbúafjölda í landinu á árunum 1993-2005 en á þeim tíma fjölgaði landsmönnum um þrettán prósent, úr tæplega 265 þúsund í 299 þúsund.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent