Innlent

Faxaflóahafnir kaupa Katanesland fyrir 110 milljónir

MYND/Vilhelm

Faxaflóahafnir hafa gengið frá kaupum á Kataneslandi og spildum úr þar í grennd af ríkissjóði fyrir 110 milljónir króna. Fyrir áttu hafnirnar talsvert landsvæði við Grundartanga og er það nú saman lagt rösklega 600 hektarar.

Á svæðinu eru meðal annars Járnblendiverksmiðjan, álver Norðuráls og Grundartangahöfn en kaupin munu vera liður í að stórauka umsvif á svæðinu, bæði á landi og í höfninni.

Hið mikla landssvæði og aðdýpi í höfninni skapa meðal annars möguleika á að gera Grundartangahöfn að mikilli gámahöfn en þröngt er orðið um slíka starfssemi á höfuðborgarsævðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×