Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak 27. nóvember 2006 14:11 MYND/KK Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum fór Kristján Þór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina og kemur því til með að stíga upp úr bæjarstjórastóli á Akureyri fyrir vorið. Kristján sagði að hann og félagar hans myndu ræða málið í dag og á morgun og hann ætti von á því að ákvörðun um næsta bæjarstjóra lægi fyrir fyrir helgi.Aðspurður um það hvort hann teldi ekki eðlilegt í ljósi þess að hann væri að koma úr bæjarstjórarstarfi í stærsta sveitarfélagi landsins utan suðvesturhornsins og hefði fengið góða kosningum um helgina, að því fygldi ráðherrasæti sagði Kristján Þór að honum fyndist það eðlilegt. „Ég get alveg svarað því játandi en ég hef lagt á það ríka áherslu þegar þessi spurning er uppi að við erum að pjakka í pólitík til þess að komast til áhrifa. En engu að síður er staðan þannig að til þess að geta svarað svona spurningu af einhverju skynsamlegu viti þá verða menn nú fyrst að ganga í gegnum kosningar og í öðru lagi að ná þeim árangri í þeim að geta tekið þátt í myndun ríkissstjórnar," sagði Kristján.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um helgina að hann teldi stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið mistök og hvatti til naflaskoðunar tengdri ákvörðuninni. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn ættu að fara í sams konar naflaskoðun svaraði Kristján játandi.„Ég hef sagt það sjálfur að mér hafi þótt sú ákvörðun vera mistök og ég fullyrði það að það er ekkert bara í öðrum flokkum, þetta gengur yfir Sjálfstæðisflokkinn líka þar sem menn eru að fara yfir þessa hugsun að nýju. Að sjálfsögðu eigum við að gera það og öll mannanna verk eru einfaldlega þannig unnin að það er sjálfsagt mál að fara yfir þau alltaf öðru hvoru." sagði Kristján Þór í viðtali á Stöð 2. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum fór Kristján Þór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina og kemur því til með að stíga upp úr bæjarstjórastóli á Akureyri fyrir vorið. Kristján sagði að hann og félagar hans myndu ræða málið í dag og á morgun og hann ætti von á því að ákvörðun um næsta bæjarstjóra lægi fyrir fyrir helgi.Aðspurður um það hvort hann teldi ekki eðlilegt í ljósi þess að hann væri að koma úr bæjarstjórarstarfi í stærsta sveitarfélagi landsins utan suðvesturhornsins og hefði fengið góða kosningum um helgina, að því fygldi ráðherrasæti sagði Kristján Þór að honum fyndist það eðlilegt. „Ég get alveg svarað því játandi en ég hef lagt á það ríka áherslu þegar þessi spurning er uppi að við erum að pjakka í pólitík til þess að komast til áhrifa. En engu að síður er staðan þannig að til þess að geta svarað svona spurningu af einhverju skynsamlegu viti þá verða menn nú fyrst að ganga í gegnum kosningar og í öðru lagi að ná þeim árangri í þeim að geta tekið þátt í myndun ríkissstjórnar," sagði Kristján.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um helgina að hann teldi stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið mistök og hvatti til naflaskoðunar tengdri ákvörðuninni. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn ættu að fara í sams konar naflaskoðun svaraði Kristján játandi.„Ég hef sagt það sjálfur að mér hafi þótt sú ákvörðun vera mistök og ég fullyrði það að það er ekkert bara í öðrum flokkum, þetta gengur yfir Sjálfstæðisflokkinn líka þar sem menn eru að fara yfir þessa hugsun að nýju. Að sjálfsögðu eigum við að gera það og öll mannanna verk eru einfaldlega þannig unnin að það er sjálfsagt mál að fara yfir þau alltaf öðru hvoru." sagði Kristján Þór í viðtali á Stöð 2.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira